Eyjafjallajökull hefur undanfarna tvo mánuði sýnt okkur hvers eldfjöll eru megnug. Þess vegna fannst stjórn Landvarðafélagsins það vera alveg upplagt að félagið færi í fræðsluferð um eldfjöll, enda starfa margir landverðir á eldvirkum svæðum. Snæfellsnes varð fyrir valinu, og sá Haraldur Sigurðsson, einn af okkar virtustu eldfjallafræðingum, um leiðsögn í ferðinni. Ferðin var löng, og… Continue reading Eldfjallaferð á Snæfellsnes 8. maí 2010
Category: Fréttir
Aðalfundur Landverndar 26. maí að Nauthóli
Af vef Landverndar: Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 26. maí. Húsið opnar kl. 14.30 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 15.00.Stjórn og starfsmenn Landverndar vinna um þessar mundir að stefnumótun fyrir samtökin sem miðar að því að skerpa áherslur og efla náttúruvernd á Íslandi. Við viljum gjarnan fá félaga og… Continue reading Aðalfundur Landverndar 26. maí að Nauthóli
Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
Félags- og tryggingamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa aulgýst 856 sumarstörf fyrir námsmenn og fólk af atvinnuleysisskrá við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Þarna er m.a. að finna störf í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Störfin eru kynnt sem liður í vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar skv. lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og vinnumarkaðsaðgerðir nr.… Continue reading Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis
Af vef umhverfisráðuneytis: Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis – hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum. Meðal fyrirlesara er Hans Joosten, prófessor við… Continue reading Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis
Sjóðheit eldfjallaferð á Snæfellsnes!
Kæru landverðirLaugardaginn 8. maí ætlum við að fara í eldfjallaferð á Snæfellsnes. Leiðsögumaður okkar verður Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem hefur varið starfævi sinni í að rannsaka eldfjöll um víða veröld, en hefur nú snúið á klakann á ný og stofnað Eldfjallasafnið á Snæfellsnesi. Þar sem ferðin verður löng, þá ætlum við að leggja af stað… Continue reading Sjóðheit eldfjallaferð á Snæfellsnes!
Fuglaskoðun og vormarkaður við Elliðavatn
Frá Fuglavernd: Fuglavernd mun taka þátt í vormarkaði skógræktarfélags Reykjavíkur um næstu helgi, laugardaginn 8.maí og sunnudaginn 9.maí. Þar verður m.a. með garðfuglabæklinginn til sölu. Hér má sjá kort af svæðinu en markaðurinn er opinn frá 10:00-17:00 og á heimasíðu Fuglaverndar má sjá frekari upplýsingar um aðra sem verða þarna með varninginn sinn. Laugardaginn 8.… Continue reading Fuglaskoðun og vormarkaður við Elliðavatn
Umhverfisstofnun auglýsir starf á deild náttúruverndar
Af vef umhverfisstofnunar: Laust starf á deild náttúruverndar Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á deild náttúruverndar. Í boði er starf hjá stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi. Helstu verkefni sérfræðingsins verða vinna við fræðslu á friðlýstum svæðum, friðlýsingar og afgreiðslu stjórnsýsluerinda á sviði náttúruverndar… Continue reading Umhverfisstofnun auglýsir starf á deild náttúruverndar
Nýr vefur kominn í loftið!
Nýr vefur hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og er nú kominn í loftið. Vefumsjónarkerfið sem hélt utan um gamla vefinn var orðið úrelt svo að ýmislegt var hætt að virka. Ákveðið var að setja nýjan vef upp í vefumsjónarkerfinu Joomla og fór vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir á námskeið í uppsetningu vefja í því kerfi… Continue reading Nýr vefur kominn í loftið!
Landverðir kynna störf sín og selja kökur í Kringlunni
Gleðilegt sumar sem er á næsta leiti. Nú er komið að okkur! Laugardaginn 22. apríl stendur Landvarðafélagið fyrir kynningu á störfum landvarða, samhliða kökubasar til styrktar Skotlandsförunum. Þessi merkisatburður mun eiga sér stað í Kringlunni og hefst kl. 10 og stendur til kl. 18:00. Félagið verður með bás á neðri hæð Kringlunnar fyrir framan Gallabuxnabúðina.… Continue reading Landverðir kynna störf sín og selja kökur í Kringlunni
Fræðsluerindi HÍN um lundastofninn í Vestmannaeyjum
Vakin er athygli á fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. „Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja.“ Dr. Erpur Snær Hansen, líffræðingur við Náttúrustofu Suðurlands, heldur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt mánudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands
Verður haldinn að Lækjarbrekku, Bankastræti 2, Reykjavík mánudaginn 12. apríl 2010 kl. 19:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra2. Skýrsla stjórnar3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram4. Lagabreytingar5. Ákvörðun félagsgjalda6. Kosningar stjórnar7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda8. Önnur mál
2010 ár líffræðilegrar fjölbreytni
Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni hefur útnefnt árið 2010 sem ár líffræðilegrar fjölbreytni. Ætlunin er að vekja athygli á málefnum líffræðilegrar fjölbreytni og þeim afleiðingum sem rýrnun hennar getur haft í för með sér. Leitast verður við að fá sem flesta til að taka þátt í að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni.
Nýr vefur í smíðum
Nýr vefur er nú í smíðum fyrir Landvarðafélagið. Gamli vefurinn hefur undanfarna mánuði verið að missa ýmsa virkni og er ástæðan sú að vefumsjónarkerfið sem heldur utan um hann er ekki lengur þjónustað og uppfært og er því orðið úrelt. Verið er að vinna í að færa vefinn í nýtt vefumsjónarkerfi og hressa upp á… Continue reading Nýr vefur í smíðum
Landvarðanámskeið 2010
Þátttakendur og leiðbeinendur á landvarðanámskeiði 2006 Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000. Námskeiðið hefst 18. febrúar og lýkur 21. mars n.k. Kennt er um helgar, milli 10 og 18, og á kvöldin á virkum dögum, milli 17 og 22. Einnig er fimm daga… Continue reading Landvarðanámskeið 2010
Þingsályktunartillaga um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu
Áhugavert efni fyrir áhugafólk um ferðamennsku, umhverfis- og skipulagsmál og opið beint lýðræði Þingsályktunartillögu um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu er hægt að skoða hana á Skuggaþingi*, skrifa athugasemdir og ábendingar og kjósa um hana hér: Skuggaþing. Þá vil ég minna á kynningarfund sem verkefnisstjórn fyrir 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls of jarðvarma boðar… Continue reading Þingsályktunartillaga um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu