Landvarðanámskeið 2010

landvardanamskeid_ust_vor06

landvardanamskeid_ust_vor06

Þátttakendur og leiðbeinendur á landvarðanámskeiði 2006

Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000. Námskeiðið hefst 18. febrúar og lýkur 21. mars n.k. Kennt er um helgar, milli 10 og 18, og á kvöldin á virkum dögum, milli 17 og 22. Einnig er fimm daga vettvangs- og verkefnaferð.

Námskeiðið er kennt bæði í fjar- og staðnámi sem gerir fóllki hvar sem er af landinu kleift að taka þátt. Fjarnemar eru skyldugir til að taka hluta námskeiðsins í staðnámi. Staðnámið fer fram húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.

Umsóknum skal skilað til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti á netfangið ust@ust.is fyrir 5. febrúar 2010. Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir  árið 1990 eða fyrr. Lágmarksfjöldi er skilyrði þess að námskeiðið verði haldið.

Nánari upplýsingar veitir Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun, jonb@ust.is.

Dagskrá er birt með fyrirvara um að á henni kunni að verða smávægilegar breytingar.

Frétt fengin af vef Umhverfisstofnunar www.ust.is 29. janúar 2010