Fuglaskoðun og vormarkaður við Elliðavatn

fuglavernd

fuglaverndFrá Fuglavernd:

Fuglavernd mun taka þátt í vormarkaði skógræktarfélags Reykjavíkur um næstu helgi, laugardaginn 8.maí og sunnudaginn 9.maí. Þar verður m.a. með garðfuglabæklinginn til sölu. Hér má sjá kort af svæðinu en markaðurinn er opinn frá 10:00-17:00 og á heimasíðu Fuglaverndar má sjá frekari upplýsingar um aðra sem verða þarna með varninginn sinn.
Laugardaginn 8. maí verður svo fuglaskoðun við Elliðavatn í tilefni af alþjóðlega farfugladeginum. Lagt verður af stað frá Elliðavatnsbæ stundvíslega klukkan 14:00 og munu þeir Edward Rickson og Jakob Sigurðsson leiða gönguna. Munið eftir að taka sjónaukann með ykkur en Veðurstofan spáir góðu skyggni og stilltu veðri.