Kjaramál

Kaup og kjör landvarða

Við hvetjum félagsmenn til að 

 

Kjara- og stofnanasamningur

Stofnanasamningi er ætlað að vera í stöðugri endurskoðun og hann má taka upp hvenær sem er.
Landverðir eru hvattir til að kynna sér kjör landvarða og koma með ábendingar til kjaranefndar, tengill á Stjórn og nefndir félagsins.
 

Kjör landvarða ákvarðast af kjarasamningi Starfgreina-sambandsins og ríkissjóðs. Kjarasamninginn og kauptaxta er hægt að skoða á vefslóðinni www.sgs.is undir dálkinum Kjaramál. Um kjör er samið á nokkurra ára fresti.

Til viðbótar kjarasamningi Starfsgreinasambandsins er gerður sérstakur samningur við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um kjör landvarða. Kjaranefnd Landvarðafélagsins annast þá samningsgerð f.h. landvarða. Kallast sá samningur stofnanasamningur. Stofnanasamningur tekur m.a. til röðunar í launaflokka eftir menntun og starfsreynslu landvarða.

 

Eldri samningur

Í maí 2010 var undirritaður stofnanasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar (sem samdi fyrir hönd landvarða) og Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hins vegar. Tildrög að nýjum samning var að enginn samningur hafði verið gerður við Vatnajökulsþjóðgarð og að aldrei hafði verið lokið við gerð fyrri samnings við Umhverfisstofnun hvað varðar ákvæði um endurmenntun landvarða. Af hálfu samningsmanna þjóðgarðanna tveggja var óskað eftir að einn samningur yrði gerður sem gilti fyrir báðar stofnanir, jafnframt óskuðu þeir eftir að meiri sveigjanleiki yrði gerður mögulegur í nýjum samningi. Vegna efnahagsástandsins var ljóst frá upphafi að ekki næðust fram kjarabætur fyrir landverði en lögð var á það áhersla af hálfu kjaranefndar Landvarðafélags Íslands að ekki yrðu um kjaraskerðingu að ræða.
 
Eftir langa fundarlotu urðu lyktir þær að grunnlaun voru hækkuð en dagpeningaeiningum var fækkað úr 3,5 í 3 einingar. Grunnflokkun breyttist þannig að landvörður raðast nú í 005 launflokk í grunnröðun sem var áður í 001. Eins launaflokks hækkun fæst núna eftir 1, 3 og 6 sumur en var í eldri samningi eftir 1, 6 og 10 sumur. Fatapeningar heita núna skópeningar en upphæðin er sú sama og hún var. Skópeningarnir eru aðeins greiddir út gegn reikningi og því er nauðsynlegt fyrir landverði að halda kvittunum til haga og framvísa þeim í lok sumars. Endurmenntun er nýtt atriði í samningnum og gefur færi á meiri launahækkunum. Heildarlaun landvarða hækka frá fyrra ári en laun eftir skatta eiga að vera sambærileg við það sem þau voru þegar eldri samningur var í gildi.

 

Það er mat kjaranefndar Landvarðafélags Íslands að til lengri tíma litið sé þetta betri samningur en sá eldri þar sem hann hann gefur færi á meiri launaflokkahækkun í gegnum starfsreynslu og endurmenntun en sá eldri gerði. Samningsaðilar beggja vegna borðsins voru sammála um að hittast að nýju að ári til skoða og endurmeta samninginn.