Ábyrg ferðamennska

Kæri ferðalangur hafðu í huga að það er á þinni ábyrgð að þekkja mismunandi reglur svæða. Landverðir veita upplýsingar til ferðalanga til að ferðalagið gangi sem best en ferðafólk er ávallt á eigið ábyrgð.

 

  • Gott er að kynna sér mismunandi umgengisreglur svæða þegar skipulagt er ferðalag, hægt er að nálgast slíkar upplýsingar hjá stofnunum á hverju svæði fyrir sig.
  • Hvert sem ferðinni er heitið þá er það uppskrift af góðu ferðalagi fyrir þig og náttúruna að hafa hugmyndafræðina Leave No Trace í huga. Sem mætti kalla að ferðast án ummerkja á íslensku eða einfaldlega að ferðast fallega.
  • Tilgangurinn með hugmyndafræðinni er sá að næsti ferðalangur verði ekki var við ummerki eftir þín ferðalög og í leiðinni höldum við náttúrunni hreinni og upprunalegri.

1. Undirbúningur

Hvert er ferðinni heitið? Það er á þinni ábyrgð að þekkja sérstök lög og aðstæður svæða.

Hvernig er veðurspáin?

Ertu með nóg af nesti, hlýjum fötum og öðrum búnað?

Liggja ferðaplön fyrir? Ertu skráð/ur ásafetravel.is?

Ertu fjarskiptatæki hlaðin? Er áttaviti, gps eða spot tæki með í för?

 

2. Ferðumst fallega

Höldum okkur á merktum stígum.

Göngufólk skal gista á tjaldsvæðum séu þau í boði og ekki má tjalda á ákveðnum svæðum. Velja skal tjaldstæði vel og tjalda ekki á viðkvæmum gróðri og engin ummerki eiga liggja eftir.

Akandi ferðalangar eiga aðeins að gista á tjaldsvæðum skv. Lögum.

Ökum aðeins á vegum og slóðum, utanvegaakstur er alltaf ólöglegur.

 

3. Rusl og klósettferðir

Gott er að þekkja til klósettaðstöðu á leiðinni.

Ef náttúran kallar skal grafa úrgang í holu.

Allt rusl fer í flokkunartunnur í byggð.

 

4. Virðum líf og landslag

Höldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá dýrum, eltum þau ekki né gefum þeim mat.

Tröðkum ekki á mosa né viðkvæmum gróðri.

Tökum hvorki blóm né steina.

Ekki byggja vörður né breyta landslagi.

Myndir á samfélagsmiðlum geta haft mikil áhrif á svæði bæði góð og slæm. Við getum nýtt tækifærið og haft t.d. góðan boðskap um umgengni með færslum.

 

Comments are closed.