Ábyrg ferðamennska

Kæri ferðalangur. Hvert sem förinni er heitið er það ávallt á þína ábyrgð að ganga um þannig aðrir geti notið svæðisins síðar, að þekkja þær reglur og hættur sem kunna að leynast á leiðinni, að vera nægilega vel búinn og vita hvar hægt er að sækja vatn, bjargir og aðstoð.

Hvert sem ferðinni er heitið þá er það uppskrift af góðu ferðalagi fyrir þig og náttúruna að hafa hugmyndafræðina Leave No Trace í huga eða ferðast án ummerkja. Tilgangurinn með hugmyndafræðinni er sá að næsti ferðalangur verði ekki var við ummerki eftir þín ferðalög, að vernda náttúruna og undirbúa þig fyrir ævintýrin sem bíða.

1. Undirbúningur

 • Hvert er ferðinni heitið? Það er á þinni ábyrgð að þekkja sérstök lög og aðstæður svæða.
 • Hvernig er veðurspáin?
 • Ertu með nóg af nesti, hlýjum fötum og öðrum búnað?
 • Liggja ferðaplön fyrir? Ertu skráð/ur á safetravel.is?
 • Ertu fjarskiptatæki hlaðin? Er áttaviti, gps eða spot tæki með í för?

2. Ferðumst fallega

 • Höldum okkur á merktum stígum.
 • Göngufólk skal gista á tjaldsvæðum séu þau í boði og ekki má tjalda á ákveðnum svæðum. Velja skal tjaldstæði vel og tjalda ekki á viðkvæmum gróðri og engin ummerki eiga liggja eftir.
 • Akandi ferðalangar eiga aðeins að gista á tjaldsvæðum skv. Lögum.
 • Ökum aðeins á vegum og slóðum, utanvegaakstur er alltaf ólöglegur.

3. Rusl og klósettferðir

 • Gott er að þekkja til klósettaðstöðu á leiðinni.
 • Ef náttúran kallar skal grafa úrgang í holu.
 • Allt rusl fer í flokkunartunnur í byggð.

4. Virðum líf og landslag

 • Höldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá dýrum, eltum þau ekki né gefum þeim mat.
 • Tröðkum ekki á mosa né viðkvæmum gróðri.
 • Tökum hvorki blóm né steina.
 • Ekki byggja vörður né breyta landslagi.
 • Myndir á samfélagsmiðlum geta haft mikil áhrif á svæði bæði góð og slæm. Við getum nýtt tækifærið og haft t.d. góðan boðskap um umgengni með færslum.

Hér má skoða nánar Leave No Trace hugmyndafræðina