Nýr vefur kominn í loftið!

landvardavefur

landvardavefur

Nýr vefur hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og er nú kominn í loftið. Vefumsjónarkerfið sem hélt utan um gamla vefinn var orðið úrelt svo að ýmislegt var hætt að virka. Ákveðið var að setja nýjan vef upp í vefumsjónarkerfinu Joomla og fór vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir á námskeið í uppsetningu vefja í því kerfi hjá Berthu G. Kvaran hjá BGK vefsíðugerð. Í framhaldi af því var Bertha fengin til að aðstoða við gerð nýja vefsins og þakkar Landvarðafélagið henni fyrir frábært samstarf. Allt efni var flutt af gamla vefnum svo hægt er að frétta í gömlum fréttum og öðru efni aftur til ársins 2000. Málbeinið, sem er lokað spjallsvæði fyrir félaga, hefur verið endurvakið og verða vonandi fjörugar umræður þar. Enn á eftir að fínpússa ýmislegt og eru allar ábendingar vel þegnar um það sem betur má fara á netfangið vefstjori@landverðir.is.