Náttúrutúlkun

Fræðsla er stór hluti landvarðastarfsins og náttúrutúlkuneitt af helstu verkfærum landvarða. Náttúrutúlkun sem er sérstök gerð af miðlun upplýsinga og hefur það markmið að auka skilning fólks á náttúrunni en á sama tíma auka vitund um verndun hennar en aðferðin á rætur að rekja til þjóðgarða í Bandaríkjunum.

Landverðir búa oft tímabundið eða dvelja lengi á svæðunum sem þeir starfa á og þekkja því vel til aðstæðna. Lykilatriði í starfinu er einmitt að kynnast svæðinu sínu umhverfi þess, náttúru og sögu vel til að geta nýtt sér náttúrutúlkun farsællega og miðlað því til gesta og annarra.

Tilgangur náttúrutúlkunar er að opna á tenginar hjá fólki við náttúruna og samhengi hennar. Auka umhverfisvitund og skilja ástæður náttúruverndar.

Fyrst og fremst er reynt að gefa fólki jákvæða og áhugaverða upplifun og til þess þarf landvörður færni í mannlegum samskiptum, opin huga og þekkingu á viðkomandi svæði. Hægt er nota hið agnarsmáa í náttúrunni og nota t.d. stækkunargler til að sýna gestum nýja hlið á náttúrunna sem annars færi fram hjá þeim eða virkja skynfærin með því að smakka hreint vatn, fara í fótabað eða gefa gestum tækifæri til að ganga um berfætt og fá betri tilfinningu fyrir umhverfi sínu. Einfaldar staðreyndir og upplýsingar um sögu og náttúru svæða getur einnig haft áhrif á upplifun og ferðalag gesta.

Náttúrutúlkun er notuð í almennri fræðslu til ferðafólks úti á svæðum og á gestastofum, í fyrirlestrum, skipulögðum fræðslugöngum og leiðsögn um svæði, barnastundum og í spjalli þegar tækifæri gefst.

Landverðir líta á náttúrutúlkun sem eina undirstoð starfsins.