Sumarið liðið og lifnar yfir félagsstarfinu

Nú eru flestir þeir sem unnu sem landverðir í sumar komnir af fjöllum og teknir til við önnur störf eða nám. Sumarævintýrin í faðmi náttúrunnar að baki og tími til kominn til að hitta aftur kollegana á mölinni. Það bregst heldur ekki að með lækkandi sól og litaskrúði haustsins færist nýtt líf í félagsstarfið hjá… Continue reading Sumarið liðið og lifnar yfir félagsstarfinu

Heimasíðan nú vistuð hjá Hringiðunni ehf.

Vistun lénsins og heimasíðunnar landverdir.is hefur nú verið færð yfir til Hringiðunnar Internetþjónustu. Vefurinn hefur hingað til verið hýstur á vefþjóni Náttúruverndar ríkisins og þakkar Landvarðafélagið hér með starfsmönnum stofnunarinnar kærlega fyrir velvild og gott samstarf. Jafnframt væntir félagið góðs af samvinnu við Hringiðuna. Ástæða er til að hvetja félagsmenn til að kynna sér þjónustu… Continue reading Heimasíðan nú vistuð hjá Hringiðunni ehf.

Vorferð felld niður

Tilkynning frá Skemmti- og fræðslunefnd varðandi vorferð Landvarða: Af óviðráðanlegum orsökum verður vorferð Landvarða ekki farin í ár vegna lélegrar þátttöku, en sem sárabót verður sögð hér stutt saga sem meðal annars skeði á svæðinu sem átti að fara á og vonandi verður hún bæði fræðandi og skemmtileg fyrir Landverði. Sagan gerðist 1930 þegar Þórður… Continue reading Vorferð felld niður

Ályktanir aðalfundar Landvarðafélags Íslands 10. apríl 2002

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands haldinn 10. apríl s.l. lýsir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrarformi Náttúruverndar ríkisins, sbr. frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (þskj. 1170 — 711. mál.). Sú hætta er fyrir hendi að breytt skipan mála leiði til samdráttar er kunni að koma illa niður á landvörslu. Ef til fyrirhugaðra breytinga kemur förum við… Continue reading Ályktanir aðalfundar Landvarðafélags Íslands 10. apríl 2002

Hörð viðbrögð við fyrirhuguðum niðurskurði

Stjórn Landvarðafélagsins brást hart við óvæntum áformum um verulega fækkun á störfum landvarða á vegum Náttúruverndar ríkisins sumarið 2002. Í bréfi til umhverfisráðherra færði stjórnin rök fyrir því, að í stað samdráttar væri víða þörf fyrir aukna landvörslu og lengri vörslutímabil. Óskað var eftir úrræðum af hálfu ráðherra til að koma í veg fyrir fyrirhugaðan… Continue reading Hörð viðbrögð við fyrirhuguðum niðurskurði

Áformum Landsvirkjunar mótmælt

Stjórn Landvarðafélagsins sendi þann 9. mars sl. bréf til Friðriks Sófussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er gerð athugasemd við slit Landsvirkjunar á samstarfi við Náttúruvernd ríkisins um landvörslu á Snæfellsöræfum og við Kárahnjúka. Bent er á mikilvægi þess að á svæðinu starfi reyndir landverðir og áhersla lögð á nauðsyn áframhaldandi samstarfs Landsvirkjunar og Náttúruverndar. Óskað er… Continue reading Áformum Landsvirkjunar mótmælt

Alþjóðleg ráðstefna

Alþjóðasamtök landvarða, International Ranger Federation (IRF), halda fjórðu heimsráðstefnu sína í Viktoríu-ríki í Ástralíu, dagana 21. – 28. mars 2003. Nánar um heimsráðstefnur IRF…

Námskeið í landvörslu

Í haust mun Náttúruvernd ríkisins standa fyrir námskeiði í landvörslu og náttúruvernd, en það er haldið annað hvert ár. Stofnunin mun auglýsa námskeiðið í haust í Morgunblaðinu og biðjum við áhugasama um að fylgjast vel með. Efnisþættir síðasta námskeiðs voru eftirfarandi: Ísland-náttúrufar, Náttúruvernd, Landvarsla-ferðamennska, Umhverfisfræðsla-umhverfistúlkun.

Þjórsárver

Stjórn Landvarðafélagsins vill hvetja alla til þess að skoða heimsíðu áhugahóps um verndun Þjórsárvera, www.thjorsarverfridland.is.

Afmæli Landvarðafélagsins

Á þessu ári heldur Landvarðafélagið upp á 25 ára afmæli sitt. Efnir félagið til afmælishátíðar 6. október næstkomandi. Þema afmælisins mun verða landvarsla í þéttbýli og samskipti félagsins við Skoska landvarðafélagið. Í því tilefni bjóða landverðir almenningi í gönguferð með landverði þann 6. október. Um kvöldið verður haldin afmælisveisla á Álftanesi og eru allir landverðir… Continue reading Afmæli Landvarðafélagsins

Kárahnjúkavirkjun

Stjórn Landvarðafélagsins sendi inn athugasemdir til Skipulagsstjóra ríkisins vegna skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Athugasemdirnar bárust Skipulagsstjóra 15. júní 2001. Sjá yfirlýsingu á PDF-formi.

Kísilgúrnám úr Mývatni

Stjórn Landvarðafélagsins sendi frá sér yfirlýsingu haustið 2000 vegna staðfestingar Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra á niðurstöðu Skipulagsstjóra ríkisins um að leyfa áframhaldandi kísilgúrnám úr Mývatni. Sjá yfirlýsingu á PDF-formi.

Eyjabakkar

Landverðir tók þátt í undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum við Eyjabakka. Þar skrifuðu 100 landverðir undir yfirlýsingu þar sem farið var fram á að framkvæmdirnar færu í lögformlegt umhverfismat. Undirskriftasöfnunin átti sér stað á vormánuðum 2000. Landverðir lögðu einnig Umhverfisvinum lið í baráttu þeirra fyrir því að framkvæmdir við Eyjabakka færu í lögformlegt umhverfismat.