
Landvarðafélag Íslands
Ranger Association of Iceland
-
Könnun um náttúruvá og landvörslu
Nú ættu allir félagar í Landvarðafélaginu að hafa fengið senda könnun sem er hugsuð til þess að kortleggja betur stöðu landvarða í tengslum við náttúruvá og nýja náttúruverndar- og minjastofnun. Vinsamlegast svarið könnuninni í síðasta lagi 27. nóvember. Stefnt er á að niðurstöður hennar verði kynntar forsvarsmönnum stofnananna í desember. Bestu kveðjur,Stjórn Landvarðafélagsins
-
Vel heppnað afmælisbíó
Í tilefni af 47 ára afmæli Landvarðafélagsins bauð félagið í bíó á myndina Princess Mononoke. Myndin fjallar um átök skógarguða og mannsins sem gengur á auðlindir skógarins og heimili guðanna. Þrátt fyrir fantasíuelement myndarinnar eru skilaboðin skýr um mikilvægi nátttúruverndar. Yfir 30 sóttu viðburðinn og þökkum við þeim kærlega fyrir sem komu og fögnuðu með okkur… Continue reading Vel heppnað afmælisbíó
-
Umsögn um framtíð Vatnsfjarðar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskaði eftir umsögn Landvarðafélags Íslands um mögulega affriðlýsingu Vatnsfjarðar til þess að þar mætti virkja. Í umsögn félagsins eru áformin harðlega gagnrýnd. Félagið telur málið illa undirbúið og geta skapað hættulegt fordæmi. Affriðlýsing Vatnsfjarðar myndi ekki aðeins grafa undan trausti alls almennings á friðlýsingum heldur vinna gegn markmiðum Íslands um verndun… Continue reading Umsögn um framtíð Vatnsfjarðar

“Hlutverk landvarða er að varðveita landið,
því íslenska þjóðin á sér samastað í landinu”
– Vigdís Finnbogadóttir