Landvarðafélag Íslands
Ranger Association of Iceland

 • Haustferð 2023

  Kæru félagar! Haustferð Landvarðafélagsins þetta árið er í Mývatnsveit 29. september-1. október þar sem við munum gista í gestastofunni Gíg tvær nætur. Til að halda kostnaði í lágmarki munum við sameinast í bíla til að komast norður. Stefnt er á að komið verði í Mývatnssveit á föstudagskvöldinu og gert er ráð fyrir brottför úr Reykjavík… Continue reading Haustferð 2023

  Lesa meira…

 • Skýrsla um framtíðarsýn landvörslu

  Í mars hélt Landvarðafélagið málþing um framtíðarsýn landvörslu. Málþingið skiptist í erindi frá ólíkum fyrirlesurum, umræðuborð þar sem ákveðin málefni voru krufin og loks samantekt þar sem niðurstöður af borðunum voru kynntar. Niðurstöður málþingsins hafa nú verið teknar saman í skýrslu sem mun nýtast stjórn félagsins við að berjast fyrir hagsmunum landvarða. Skýrslunni er skipt… Continue reading Skýrsla um framtíðarsýn landvörslu

  Lesa meira…

 • Fræðsluganga og vorbjór

  Kæru landverðir Nú er komið að fyrstu fræðslugöngu ársins sem haldin verður laugardaginn næsta 27. maí. Gengið verður um Gálgahraun á Álftanesi og mun Kári Kristjánsson leiða gönguna. Gangan hefst klukkan 13:30 á bílastæðinu við Gálgahraun. Þar sem nú er varptími biðjum við gesti um að skilja hunda eftir heima. Endilega meldið ykkur á viðburðinum sem er í landvarðahópnum.… Continue reading Fræðsluganga og vorbjór

  Lesa meira…

“Hlutverk landvarða er að varðveita landið,
því íslenska þjóðin á sér samastað í landinu”

– Vigdís Finnbogadóttir