Nýr vefur í smíðum

Nýr vefur er nú í smíðum fyrir Landvarðafélagið. Gamli vefurinn hefur undanfarna mánuði verið að missa ýmsa virkni og er ástæðan sú að vefumsjónarkerfið sem heldur utan um hann er ekki lengur þjónustað og uppfært og er því orðið úrelt. Verið er að vinna í að færa vefinn í nýtt vefumsjónarkerfi og hressa upp á hann. Vonast er til að nýr vefur líti dagsins ljós á næstu vikum.