Afslættir

Félagsmenn í Landvarðafélaginu fá afslætti með því að framvísa félagaskírteinum (sjá texta að neðan) á eftirfarandi stöðum. Við erum að vinna í að bæta við fleiri afsláttum svo ef þið hafið sambönd sem þið teljið að gætu nýst okkur, hafið endilega samband.

Fyrirtæki – Afslættir

Íslensku Alparnir – 20% af öllum vörum
Perlan – 20% af sýningum á safninu
Fjallakofinn – 15% af öllum vörum
Vonarstræti – 15% af fatnaði frá Jungmaven og 10% af öllum öðrum vörum. Kóðinn ,,landverdir” í netverslun
Jarðböðin við Mývatn – 15% afsláttur
GG sport – 10-15% af flestum vörum (nema AKU skóm, PocoPlus barnaburðarpokum og þurrgöllum)
Útilíf – 10% af útivistarvörum
Fossberg – 10% af öllu nema tilboðsverðum og stærri tækjum. 15% afslátt af hönskum (20% af kössum). Kóðinn ,,landverdir” í netverslun
Höldur – 10% af vefverðum og tilboðum
Tri – 10% af öllum vörum
Kría – 10% af öllum vörum en 15% af sérpöntunum
Uglan Heilsuvörur – 10% afsláttur í netverslun með afsláttarkóðanum „landverdir“.
Blábjörg – 10% afsláttur á gistiheimili og í spa
Sindri – 3%-25% afsláttur, fer eftir vörum, gegn framvísun kennitölu, Kt. 460684-0649
Landnámssetrið – 1700 kr. á báðar sýningar

Félagaskírteini eru aðgengileg inn á Aur smáforritinu. Til þess að nálgast það þarf að sækja forritið í app store eða play store og stofna aðgang ef þið eruð ekki með hann, ykkur að kostnaðarlausu. Þegar það hefur tekist þá finnið þið félagaskírteinið ykkar, merkt með nafni og kennitölu, inni í ,,veskinu”. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um forritið má finna hér: https://aur.is/. Ef ykkur vantar aðstoð hafið þá endilega samband.

Comments are closed.