Landverðir kynna störf sín og selja kökur í Kringlunni

Gleðilegt sumar sem er á næsta leiti.Brosandi Nú er komið að okkur!

Laugardaginn 22. apríl stendur Landvarðafélagið fyrir kynningu á störfum landvarða, samhliða kökubasar til styrktar Skotlandsförunum. Þessi merkisatburður mun eiga sér stað í Kringlunni og hefst kl. 10 og stendur til kl. 18:00. Félagið verður með bás á neðri hæð Kringlunnar fyrir framan Gallabuxnabúðina.

Hvort sem um ræðir Skotlandsfara eða aðra landverði, hvetjum við alla til að leggja félaginu lið í kynningu á félaginu á laugardaginn eða við undirbúninginn, þ.e.a.s. baksturinn.

Þeir sem ekki sjá sér fært að leggja til vinnu af þessu tagi: Það væri samt gaman að sjá ykkur líta við á básnum okkar og dást að kökunum.

Þeir sem bjóða sig fram hafi samband við Laufeyju í síma 868-2959 eða við Elísabetu á netfanginu elisak@hi.isog látið vita af ykkur!

Go Go landverðir

Kveðja, Elísabet