Stefna félagsins

Stjórn Landvarðafélags Íslands hóf stefnumótunarvinnu á seinni hluta ársins 2016 til að setja saman framtíðarsýn fyrir störf félagsins næstu ár. Ástæða þess að ráðist var í þessa vinnu var fyrst og fremst sú að auðvelda störf stjórnar með því að hafa skýra sýn og auðvelda forgangsröðun verkefna. Einnig var þörf á að ráðast í þessa vinnu út af þeim hröðu breytingum sem hafa orðið í umhverfi félagsins síðastliðin ár vegna gífurlegar aukningar á fjölda ferðamanna sem koma til landsins og þeirrar uppbyggingar innviða sem setur aukið álag á náttúru og landverði. Núverandi aðstæður krefjast þekkingar á náttúruverndarmálum og fjölgunar landvarða yfir sumarið og í heilsársstörf til að tryggja að nýting náttúrunnar sé sjálfbær.

Endurskoðuð stefna 2022-2024

Stefnumótun félagsins fyrir 2017-2022

Comments are closed.