Félagi í Landvarðafélagi Íslands þarf að uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:
a. Hafa lokið námskeiði til starfsmenntunar landvarða.
b. Hafa lokið öðru námi sem félagið metur gilt,
c. Hafa starfað við landvörslutengd störf.
- Þeir sem falla undir lið a) eiga sjálfkrafa rétt til aðildar en þeir sem falla undir liði b) eða c) þurfa að fá samþykki stjórnar félagsins.
- Ef þú uppfyllir b) eða c) lið þá þurfum við upplýsingar um námið og/eða hvar þú hefur starfað sem landvörður og hve lengi, það verður síðan tekið fyrir á stjórnarfundi.
Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda tölvupóst á netfangið landverdir [hjá] landverdir.is
Félagsgjöldin eru 2.500 kr á ári.
Hvað felst í félagsaðild?
- Þú tekur beinan þátt í að styrkja landvarðastarfið og hagsmuni landvarða
- Skemmtanir á vegum félagsins
- Þú getur sótt um styrki til félagsins fyrir alþjóðalega viðburði landvarða
- Aðgang að lokuðum spjallhóp á facebook
- Tölvupóstar um viðburði, störf í boði, fréttir, og fundi
- Afslættir