Sjóðheit eldfjallaferð á Snæfellsnes!

vatnsborgarhll1

vatnsborgarhll1Kæru landverðir
Laugardaginn 8. maí ætlum við að fara í eldfjallaferð á Snæfellsnes. Leiðsögumaður okkar verður Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem hefur varið starfævi sinni í að rannsaka eldfjöll um víða veröld, en hefur nú snúið á klakann á ný og stofnað Eldfjallasafnið á Snæfellsnesi. Þar sem ferðin verður löng, þá ætlum við að leggja af stað alveg eldsnemma, kl. 6 um morguninn úr Reykjavík. Gert er ráð fyrir að koma aftur til Reykjavíkur um kl. 20. Félagið mun greiða ferðina niður að hluta en fargjaldið verður að hámarki 4500 kr.

ATHUGIÐ AÐ SKRÁNINGARFRESTUR Í FERÐINA RENNUR ÚT MIÐVIKUDAGINN 5. MAÍ, endilega skráið ykkur sem allra  fyrst!!!

Skráning í ferðina sendist á Sigrúnu Sigurjónsdóttur, sigrun.sig@gmail.com, eða Ástu Rut  Hjartardóttur, astahj@hi.is.

Kveðja, Landvarðafélagið