Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

856_strf_1006781826Félags- og tryggingamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa aulgýst 856 sumarstörf fyrir námsmenn og fólk af atvinnuleysisskrá við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Þarna er m.a. að finna störf í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum.

Störfin eru kynnt sem liður í vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar skv. lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006.

Opnað var formlega fyrir umsóknir á vef Vinnumálastofnunar 12. maí og er umsóknartíminn 1 vika og rennur út 19. maí. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Vinnumálastofnunar www.vmst.is og þar má jafnframt finna upplýsingar um tengiliði fyrir störfin hjá hverri stofnun. Umsækjendur skrá umsókn sína rafrænt og geta að því loknu sótt um þau störf sem áhugi þeirra snýr að.