Aðalfundur Landvarðafélags Íslands

landvlogo

Verður haldinn að Lækjarbrekku, Bankastræti 2, Reykjavík mánudaginn 12. apríl 2010 kl. 19:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins

1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Kosningar stjórnar
7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
8. Önnur mál

Eftir fundinn munu Þórunn Sigþórsdóttir og Linda Björk Hallgrímsdóttir segja frá ferð sinni á alþjóðaráðstefnu landvarða í Bólivíu í nóvember 2009 í máli og myndum.

Veitingar: Í fundarhléi verða veitingar að hætti Lækjarbrekku í boði Landvarðafélagsins en drykkir þó á kostnað hvers og eins.