Landverðir kynna störf sín og selja kökur í Kringlunni

Gleðilegt sumar sem er á næsta leiti. Nú er komið að okkur! Laugardaginn 22. apríl stendur Landvarðafélagið fyrir kynningu á störfum landvarða, samhliða kökubasar til styrktar Skotlandsförunum. Þessi merkisatburður mun eiga sér stað í Kringlunni og hefst kl. 10 og stendur til kl. 18:00. Félagið verður með bás á neðri hæð Kringlunnar fyrir framan Gallabuxnabúðina.… Continue reading Landverðir kynna störf sín og selja kökur í Kringlunni

Frá stjórn félagsins

Heilir og sælir landverðir til sjávar og sveita! Þar sem lítið hefur heyrst frá stjórn félagsins undanfarið ætlum við að bæta úr því og senda ykkur nokkrar línur.  Þó svo að stjórnin fundi um hin ýmsu mál þá vill gleymast að miðla þeim áfram. Framhald pistils frá stjórn… [PDF 303k]

Jólaglöggið verður 26. des

Landverðir nær og fjær! Merkið strax við 16. desember á jóladagatalinu því þá fer fram hið sívinsæla jólaglögg landvarða að Reynimel 68 (kjallara). Glöggið hefst kl. 21 (þess er þó ekki krafist að gestir mæti stundvíslega). Gestir eru beðnir um að hafa með sér 800 kr. til að leggja í púkk fyrir veitingum (í staðinn… Continue reading Jólaglöggið verður 26. des

Haustferðin frestast til 26. október

Af óviðráðanlegum orsökum verður haustferð landvarða frestað um eina viku og verður farið laugardaginn 21. október í stað 14. október. (Urriðagangan er samt sem áður á dagskrá hjá þjóðgarðinum þann 14. (sjá http://www.thingvellir.is/dagskra/nr/349) og öllum frjálst að mæta í hana.) Guðrún S. Kristinsdóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum, tekur á móti okkur kl. 14:00 og fer með okkur… Continue reading Haustferðin frestast til 26. október

Haustferð landvarða

ATHUGIÐ: Af óviðráðanlegum orsökum frestast haustferðin um eina viku, farið verður 21. október í stað 14. okt., sjá aðra frétt. Þessi frétt er því ómark. (11.10.2006) Landverðir, takið frá laugardaginn 14. október!  Það er komið að hinni sívinsælu haustferð landvarða. Að þessu sinni verður skundað á Þingvöll þar sem boðið verður upp á sérstaka fræðslugöngu um… Continue reading Haustferð landvarða

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma hefur verið haldinn nokkur undanfarin ár á öllum Norðurlöndunum. Í ár ber hann upp á sunnudaginn 18. júní. Þann dag er leitast við að standa fyrir tveggja stunda plöntuskoðunarferðum fyrir almenning sem víðast um landið. Landverðir sem kynnu að vilja taka þátt í þessum degi og bjóða upp á plöntuskoðun á… Continue reading Dagur hinna villtu blóma

Íslandsvinagangan 27. maí

Vakin er athygli á Íslandsvinagöngunni sem verður laugardaginn 27. maí í miðbæ Reykjavíkur. Gengið verður af stað kl. 13 frá Hlemmi og endað á Austurvelli þar sem fjölbreytt dagskrá tekur við. Íslandsvinagangan er fyrir alla þá sem vilja standa fyrir rétti sínum og mótmæla stóriðju- og virkjanastefnu stjórnvalda. Takmarkið er að fylla miðbæinn af fólki. Samstaða í verki… Continue reading Íslandsvinagangan 27. maí

Menntamál landvarða, umræðufundur

Landvarðafélagið boðar til fundar um menntamál landvarða fimmtudaginn 30. mars í st. 202 í Odda, Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 20:00. Umræðufundur um menntamál landvarða Nú í vetur hefur staðið yfir vinna við endurbætur og breytt fyrirkomulag á landvarðanámskeiðinu sem Umhverfisstofnun (UST) hefur haldið reglulega fyrir verðandi landverði. Skipuð var þriggja manna nefnd til að… Continue reading Menntamál landvarða, umræðufundur

Aðalfundur L.Í. verður 10. apríl

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 10. apríl 2006 kl. 18:00 í Litlu Brekku (veislusalur Lækjabrekku), Bankastræti 2, Reykjavík. Skráðum félögum var sent bréflegt fundarboð með löglegum fyrirvara. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður skýrt frá ferð tveggja félaga á Norrænt landvarðaþing á síðasta ári. Léttar veitingar í fundarhléi. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf (þ.m.t. lagabreytingar) og önnur mál.… Continue reading Aðalfundur L.Í. verður 10. apríl

Landvarðanámskeiði senn að ljúka

Nú stendur yfir landvarðanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar. Er það mál manna að nemendahópurinn sé að þessu sinni einkar frambærilegur og því senn von á prýðilegri viðbót í landvarðahópinn. Í byrjun mánaðarins var haldið í Skaftafell þar sem náttúran var túlkuð af miklum móði. Siggi bóndi á Hnappavöllum í Öræfum kíkti í heimsókn og tók meðfylgjandi… Continue reading Landvarðanámskeiði senn að ljúka

Fjölmenn sendinefnd sækir 5. heimsþing landvarða

Íslenskir landverðir ætla heldur betur að hressa upp á alþjóðatengslin í ár. Hvorki meira né minna en þrettán manna hópur hyggst sækja alþjóðaráðstefnu landvarða í Stirling í Skotlandi 14. – 21. júní nk. Mun þetta verða ein fjölmennasta sendinefndin á þinginu. Yfirskrift ráðstefnunnar er People and Place – The Natural Connection og verður m.a. fjallað um hlutverk og… Continue reading Fjölmenn sendinefnd sækir 5. heimsþing landvarða

Landvarðanámskeið auglýst

Umhverfisstofnun hefur nú auglýst að landvarðanámskeið verði haldið í febrúar og mars á þessu ári. Nánar tiltekið hefst námskeiðið 9. febrúar og lýkur 26. mars. Kennt verður í fjarkennslu að hluta. Námskeiðsgjald er kr. 75.000. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi og forgang um landvörslustörf á vegum UST. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2006. Nánari upplýsingar og… Continue reading Landvarðanámskeið auglýst