Lokaútkall í Skotlandsferð

Kæru landverðir!Nú er lokaútkall til þeirra sem ætla með í landvarðaferð aldarinnar. Eins og áður hefur verið auglýst  er förinni heitið á alheimsráðstefnu landvarða, sem haldin verður í Skotlandi 14. til 21. júní 2006. Nú þegar hafa nokkrir sprækir landverðir staðfest þátttöku en spurningin er: vilt þú bætast í hópinn? Nánari upplýsingar hjá fröken formanni,… Continue reading Lokaútkall í Skotlandsferð

Haustferð fellur niður vegna vetrarríkis!

Fyrirhuguð haustferð í Laka 8. október fellur niður vegna snjóa og slæmrar færðar. Veturinn er óvenju snemma á ferðinni á hálendinu og ekki vogandi að leggja í ferðalög um fáfarnar slóðir við svo búið.   Því miður tókst ekki að skipuleggja ferð á annan áfangastað þessa helgina, svo ekki er um annað að ræða en að fella ferðina… Continue reading Haustferð fellur niður vegna vetrarríkis!

Munið haustlitaferðina í Laka 8. október

Landvarðafélagið minnir á haustferðina um næstu helgi. Kári Kristjánsson, landvörður og sérfræðingur hjá UST, tekur á móti hópnum í Lakagígum. Athugið að þetta er tveggja daga ferð. Lagt verður af stað laugardaginn 8. okt. kl. 8:00 frá Select á Vesturlandsvegi og stefnt að því að koma aftur í borgina um kvöldmatarleytið á sunnudag. Útbúnaður: Góður… Continue reading Munið haustlitaferðina í Laka 8. október

Eiga skólabörn að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun?

Hvað finnst ykkur um nýjustu áform Landsvirkjunar í fræðslumálum? Kynnið ykkur upplýsingar um „Samkeppni í grunnskólum um orkumál“ á vef Landsvirkjunar, www.lv.is. Lesið líka grein Ólafs Páls Jónssonar, lektors í heimspeki við KHÍ, Skólinn, börnin og blýhólkurinn. Greinin birtist 27. sept. í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, netla.khi.is.

HaustÝlir kominn út og haustlitaferð í vændum

Nú er skammt stórra högga á milli, gott fólk, og hér með tilkynnist að hausthefti fréttabréfsins ÝLIS er komið út. Meðal efnis: Goðsögur á stjarnhimni, grein eftir Björk Bjarnadóttur Mín skoðun, eftir Dagnýju Indriðadóttur Viðtal við Elísabetu Kristjánsdóttur, formann L.Í. Tilkynningar frá Labbakútadeild og um heimsþing Alþjóðlegu landvarðasamtakanna í Skotlandi í júní 2006 Og síðast… Continue reading HaustÝlir kominn út og haustlitaferð í vændum

Málþing um Reykjanesfólkvang

Stjórn Reykjanesfólkvangs býður til opins málþings um stöðu fólkvangsins þann 20. september kl. 13:00-16:30 í Norræna húsinu. Reykjanesfólkvangur á 30 ára afmæli um þessar mundir. Hugmyndir eru uppi um að fólkvangurinn verði gerður að þjóðgarði. Á síðasta ári lét stjórnin vinna skýrslu um fólkvanginn með áherslu á sögu hans, ástand og framtíðarsýn og var það Sigrún… Continue reading Málþing um Reykjanesfólkvang

Nýtt vefsetur fætt

Nú er nýja vefsetrið okkar loks aðgengilegt hér. Eins og sést er útlitið gjörbreytt og ýmsir nýir möguleikar í boði. Mikilvægasta nýjungin sem snýr að félagsmönnum L.Í. er án efa sú að nú geta þeir skráð sig inn á landvarðavefinn með notandanafni og aðgangsorði. Með því fá félagsmenn aðgang að upplýsingum og aðgerðum sem ekki… Continue reading Nýtt vefsetur fætt

Tölvuleikur um umhverfismál á Netinu

Umhverfisstofnun Evrópu hefur opnað aðgang að tölvuleiknum „Honoloko“ sem er sérstaklega er ætlaður börnum. Þeim sem spila leikinn er um leið kennt hvernig þeir eigi að haga sér gagnvart umhverfinu. Leikurinn er á fjölmörgum tungumálum, þ.á.m. íslensku. Leikurinn er þróaður af Umhverfisstofnun Evrópu og Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Umhverfisstofnun Evrópu er með sniðuga vefsíðu (einnig á íslensku!), http://ecoagents.eea.eu.int/, þar… Continue reading Tölvuleikur um umhverfismál á Netinu

Bæklingur frá UST um akstur utan vega

Af hverju má ekki aka utan vega á Íslandi? Kominn er út á vegum Umhverfisstofnunar nýr bæklingur, Akstur utan vega, sem ætlaður er til kynningar fyrir alla ferðamenn, innlenda jafnt og erlenda. Í bæklingnum eru kynnt lög og reglugerðir sem snerta utanvegaakstur og fjallað um ástæður þess að akstur utan vega er bannaður á Íslandi… Continue reading Bæklingur frá UST um akstur utan vega

Nýtt vefsetur í fæðingu

Unnið er að því hörðum höndum að koma vefsetri félagsins í endurbætt og nútímalegra horf. Nýja vefnum verður viðhaldið í vefumsjónarkerfinu Mambo, en vefhýsing verður áfram í höndum Hringiðunnar. Mikil vinna felst í því að setja upp nýja vefinn og flytja efni af núverandi vef yfir í nýja umhverfið. Af þeim sökum m.a. hefur harla… Continue reading Nýtt vefsetur í fæðingu

Trúnaðarmenn 2005 tilnefndir

Stjórn Landvarðafélagsins hefur tilnefnt trúnaðarmenn félagsins sumarið 2005. Hrafnhildur Hannesdóttir og Karl Bridde, bæði þaulreyndir landverðir, munu gegna þessum stöðum í sumar. Nánari upplýsingar um hlutverk trúnaðarmannanna og hvernig hægt er að ná í þá í tilkynningu stjórnar. Trúnaðarmenn 2005 Landverðir eru nú í þann mund að hefja störf vítt og breitt í þjóðgörðum og… Continue reading Trúnaðarmenn 2005 tilnefndir

Leiðrétting frá ritnefnd v/ mistaka í fundargerð í Ýli

Landvarðafélagi Íslands hefur borist réttmæt ábending um að ekki sé farið rétt með staðreyndir í fundargerð síðasta aðalfundar félagsins, sem birt var í nýjasta tölublaði Ýlis. Á fundinum var rætt um aðkomu Landvarðafélagsins að námskeiðum UST fyrir verðandi landverði, og m.a. var það nefnt að félagið hefði ekki verið fengið að undirbúningi síðasta námskeiðs. Þau… Continue reading Leiðrétting frá ritnefnd v/ mistaka í fundargerð í Ýli

Nýr og efnismikill ÝLIR kominn út

Fréttabréfið ÝLIR heilsar enn á ný, stútfullt af áhugaverðu lesefni fyrir landverði. Meðal efnis: Landvarðaþing 2005 – ferð á Snæfellsnes 9. apríl, sjá dagskrá [og skráningarform]. Veturinn í þjóðgörðunum, greinar eftir tvo heilsársstarfsmenn. Ferð á landvarðaþing í Noregi, ítarleg ferðasaga Rebekku og Hönnu Kötu. Aðalfundur 2005, fundargerð með öllu því markverðasta sem gerðist á ánægjulega… Continue reading Nýr og efnismikill ÝLIR kominn út

Munið aðalfundinn fimmtudaginn 10. mars

Eins og áður hefur verið tilkynnt verður aðalfundur Landvarðafélags Íslands haldinn fimmtudaginn 10. mars 2005 kl. 20:00. Fundarstaður: Veislusalurinn Litlabrekka við Lækjarbrekku. Athugið að fulltrúi Umhverfisstofnunar, Árni Bragason, er væntanlegur á fundinn til að ræða stöðu og horfur í ráðningarmálum landvarða. Sjá nánar í fréttabréfi um dagskrá og lagabreytingatillögur.