Munið haustlitaferðina í Laka 8. október

laki2

Landvarðafélagið minnir á haustferðina um næstu helgi. Kári Kristjánsson, landvörður og sérfræðingur hjá UST, tekur á móti hópnum í Lakagígum.

laki2Athugið að þetta er tveggja daga ferð. Lagt verður af stað laugardaginn 8. okt. kl. 8:00 frá Select á Vesturlandsvegi og stefnt að því að koma aftur í borgina um kvöldmatarleytið á sunnudag.

Útbúnaður: Góður fatnaður, svefnpoki, tannbursti og góða skapið. Makar sérstaklega boðnir velkomnir.

Missið ekki af þessari einstöku ferð með ævintýralegu ívafi!!!

Skráning hjá Ástu Rut, s. 892-0256, astahj@hi.is eða hjá
Elísabetu, s. 865-1188, dollidropi@torg.is.