Haustferð fellur niður vegna vetrarríkis!

Fyrirhuguð haustferð í Laka 8. október fellur niður vegna snjóa og slæmrar færðar. Veturinn er óvenju snemma á ferðinni á hálendinu og ekki vogandi að leggja í ferðalög um fáfarnar slóðir við svo búið.   Því miður tókst ekki að skipuleggja ferð á annan áfangastað þessa helgina, svo ekki er um annað að ræða en að fella ferðina niður. Þetta er auðvitað leitt vegna þeirra sem þegar höfðu skráð sig í ferðina en verður víst svo að vera. Gengur bara betur næst!