Málþing um Reykjanesfólkvang

Stjórn Reykjanesfólkvangs býður til opins málþings um stöðu fólkvangsins þann 20. september kl. 13:00-16:30 í Norræna húsinu.

Reykjanesfólkvangur á 30 ára afmæli um þessar mundir. Hugmyndir eru uppi um að fólkvangurinn verði gerður að þjóðgarði. Á síðasta ári lét stjórnin vinna skýrslu um fólkvanginn með áherslu á sögu hans, ástand og framtíðarsýn og var það Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur og umhverfisfræðingur [og landvörður] sem skrifaði skýrsluna. Sigrún kynnir skýrslu sína á málþinginu. 

Í kynningu stjórnar á málþinginu segir m.a: „Það er mikilvægt að þau sveitarfélög sem standa að fólkvanginum íhugi sinn gang og móti stefnu um framtíð þessa svæðis nú á 30 ára afmæli fólkvangsins. Allt of litlu fé hefur verið varið til svæðisins og má segja að það hafi verið algjörlega vanrækt frá stofnun fólkvangsins. Brýnt er að bæta úr þessu ástandi og óskandi að mál Reykjanesfólkvangs verði á dagskrá í næstu kosningum.“

Fundarstjóri verður Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Nánar um málþingið og dakskrá þess á vef Landverndar.