Nýtt vefsetur í fæðingu

Unnið er að því hörðum höndum að koma vefsetri félagsins í endurbætt og nútímalegra horf. Nýja vefnum verður viðhaldið í vefumsjónarkerfinu Mambo, en vefhýsing verður áfram í höndum Hringiðunnar. Mikil vinna felst í því að setja upp nýja vefinn og flytja efni af núverandi vef yfir í nýja umhverfið. Af þeim sökum m.a. hefur harla lítið lífsmark verið með þessum síðum að undanförnu. Vefstjóri vill þó benda á að fundargerð stjórnar frá 9. maí er komin í loftið. Stefnt er að því að opna nýja vefinn og leggja þeim gamla fyrir hásumarið…