Lokaútkall í Skotlandsferð

Kæru landverðir!
Nú er lokaútkall til þeirra sem ætla með í landvarðaferð aldarinnar. Eins og áður hefur verið auglýst  er förinni heitið á alheimsráðstefnu landvarða, sem haldin verður í Skotlandi 14. til 21. júní 2006. Nú þegar hafa nokkrir sprækir landverðir staðfest þátttöku en spurningin er: vilt þú bætast í hópinn?

Nánari upplýsingar hjá fröken formanni, Elísabetu, í símum 865 1188/568 0758, en yfir helgina má ná í hana í síma 471 1858. Einnig má senda tölvupóst á elisak@hi.is.

ATHUGIÐ! Frestur til að skrá sig í ferðina rennur út mánudagskvöldið 7. nóvember 2005.