Munið aðalfundinn fimmtudaginn 10. mars

Eins og áður hefur verið tilkynnt verður aðalfundur Landvarðafélags Íslands haldinn fimmtudaginn 10. mars 2005 kl. 20:00. Fundarstaður: Veislusalurinn Litlabrekka við Lækjarbrekku. Athugið að fulltrúi Umhverfisstofnunar, Árni Bragason, er væntanlegur á fundinn til að ræða stöðu og horfur í ráðningarmálum landvarða. Sjá nánar í fréttabréfi um dagskrá og lagabreytingatillögur.