Eiga skólabörn að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun?

Hvað finnst ykkur um nýjustu áform Landsvirkjunar í fræðslumálum?

Kynnið ykkur upplýsingar um „Samkeppni í grunnskólum um orkumál“ á vef Landsvirkjunar, www.lv.is. Lesið líka grein Ólafs Páls Jónssonar, lektors í heimspeki við KHÍ, Skólinn, börnin og blýhólkurinn. Greinin birtist 27. sept. í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, netla.khi.is.