Hausthefti fréttabréfsins ÝLIS er nú komið út, stútfullt af áhugaverðu efni. Þar má m.a. nefna grein um sjálfbæra ferðamennsku, frásagnir af landvarðaskiptum milli Íslands og Skotlands sl. sumar, nýjan pistlaflokk sem hlotið hefur nafnið „Reynsluheimur landvarða“ og ádrepuþáttinn „Mín skoðun“ sem nú hefur verið endurvakinn. Gluggaðu í ÝLI og fáðu innsýn í það sem landverðir… Continue reading Nýr ÝLIR kominn út
Category: Fréttir
Haustferð og grillveisla 25. október
Hin árlega haustferð Landvarðafélagsins verður farin laugardaginn 25. október, ef næg þáttaka fæst. Lagt verður af stað kl. 10 frá Select við Vesturlandsveg, sameinað verður í bíla. Farið verður í ca. 4 klst. göngu í nágrenni Reykjavíkur og síðan í sund. Hafið með ykkur nesti, sundföt og góða skapið. Um kvöldið verður grillað en staðurinn… Continue reading Haustferð og grillveisla 25. október
UST auglýsir námskeið í landvörslu
Umhverfisstofnun hefur nú auglýst námskeið í náttúruvernd og landvörslu, sem haldið verður dagana 6. – 30. október nk. Markmið námskeiðsins er samkvæmt auglýsingunni „þjálfun til starfa við þjónustu við gesti og umhverfistúlkun á friðlýstum svæðum.“ Eins og áður verður námskeiðið haldið í Reykjavík og farið þaðan í fjórar vettvangs- og fræðsluferðir, auk nokkurra daga dvalar… Continue reading UST auglýsir námskeið í landvörslu
Félagsstarf lifnar á ný að loknu ljúfu sumri
Stjórnarfundur var haldinn hjá LÍ þann 2. september, sá fyrsti eftir hlé yfir sumarmánuðina. Til umræðu voru m.a. ákveðin mál sem komu til kasta trúnaðarmanna félagsins í sumar. Meðal hagsmunamála sem huga þarf að á næstunni eru öryggismál landvarða. Nokkrum hugmyndum var velt upp í því sambandi. Fleiri brýn málefni bar á góma og bar… Continue reading Félagsstarf lifnar á ný að loknu ljúfu sumri
Til hamingju með afmælið, Jökulsárgljúfur!
Þann 21. júní sl. voru liðin 30 ár frá því að þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður. Laugardaginn 28. júní verður haldið upp á afmæli þjóðgarðsins með dagskrá í Ásbyrgi. Frá kl. 10 verður ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Kl. 14 verður farið í 2-3 klst gönguferð frá fyrirhugaðri Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis og gengið inn í… Continue reading Til hamingju með afmælið, Jökulsárgljúfur!
Trúnaðarmenn landvarða 2003
Á framhaldsaðalfundinum 1. júní sl. var gengið frá vali í stöður trúnaðarmanna landvarða sem starfa hjá Umhverfisstofnun. Það eru þau Áki Jónsson og Hildur Þórsdóttir sem fá þann heiður að gegna þessum trúnaðarstörfum í sumar. Áki verður starfandi á Gullfoss- og Geysissvæðinu og hefur störf 12. júní. Hægt er að ná í hann þar í… Continue reading Trúnaðarmenn landvarða 2003
Framhaldsaðalfundur 1. júní
Framhaldsaðalfundur Landvarðafélagsins verður haldinn sunnudaginn 1. júni kl 20:00. Fundurinn verður haldinn heima hjá nýkjörnum formanni, Kristínu Guðnadóttur, Suðurbraut 16, Hafnarfirði. Halda þarf fundinn vegna þess að ekki tókst að afgreiða reikninga félagsins á aðalfundinum 1. maí sl. Fleiri mál verða til umfjöllunar og eru félagsmenn eindregið hvattir til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn. Sjá tilkynningu… Continue reading Framhaldsaðalfundur 1. júní
Drög að náttúruverndaráætlun lögð fram
Félagsmenn Landvarðafélagsins eru hvattir til að kynna sér drög að náttúruverndaráætlun sem Umhverfisstofnun lagði fram á dögunum. Drögin er að finna á vefsíðu stofnunarinnar, www.ust.is. Undirbúningur náttúruverndaráætlunar hefur staðið síðan árið 2000, en samkvæmt lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd ber umhverfisráðherra að láta vinna náttúruverndaráætlun fyrir landið allt á fimm ára fresti og leggja hana… Continue reading Drög að náttúruverndaráætlun lögð fram
Aðalfundur frestast til 1. maí
Af óviðráðanlegum orsökum verður að fresta aðalfundi Landvarðafélags Íslands til fimmtudagsins 1. maí. Fundurinn verður haldinn kl. 19:30 á heimili fráfarandi formanns, Hildar Þórsdóttur, Frakkastíg 20. Stjórn Landvarðafélags Íslands.
Aðalfundur 25. apríl
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands verður haldinn 25. apríl nk. Á dagskrá aðalfundar verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Lagabreytingatillögur þurfa að berast eigi síðar en 18. apríl í pósthólf 696, 121 Reykjavík. Stjórn Landvarðafélags Íslands.
Fræðslufundur um umhverfismál
Fimmtudaginn 27. febrúar stendur Landvarðafélag Íslands fyrir fundi um umhverfismál á alþjóðlegum vettvangi. Rætt verður um lagalegar og siðferðilegar skuldbindingar Íslendinga í þessum efnum. Framsögumenn og erindi: Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðstjórnmálafræðingur ræðir um hvaða hlutverk lítið land eins og Ísland spilar í hinni alþjóðlegu umræðu um umhverfismál og hvaða hlutverki hinir ólíku aðilar gegna, s.s.… Continue reading Fræðslufundur um umhverfismál
Undirskriftasöfnun gegn Kárahnjúkavirkjun
Vakin er athygli á söfnun undirskrifta til að krefjast þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun. Með því að fara inn á http://halendi.this.is getur þú skrifað undir áskoranir til Alþingismanna og forseta Íslands. Það er enn ekki of seint að stöðva Kárahnjúkavirkjun. Skrifum undir og hvetjum Alþingismenn og forsetann til að segja nei!
Baráttufundur í Borgarleikhúsi
Miðvikudaginn 15. janúar kl. 20:30 verður haldinn baráttufundur í Borgarleikhúsinu undir yfirskriftinni „Leggjum ekki landið undir – björgum þjóðarverðmætum“. Meðal dagrskráratriða: Pétur Gunnarsson rithöfundur setur fundinn. Diddú og Þjóðkórinn syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.Guðmundur Páll Ólafsson flytur Óð til Kárahnjúka í máli og myndum. Hilmar Örn Hilmarsson lætur steinana tala. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur flytur erindi.… Continue reading Baráttufundur í Borgarleikhúsi
Umhverfisstofnun tekin til starfa
Náttúruvernd ríkisins var lögð niður í lok síðasta árs. Við hlutverki hennar tók Umhverfisstofnun, þann 1. janúar sl. Umhverfisstofnun starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 og tók hún við verkefnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Veiðistjóraembættis, ásamt starfssemi dýraverndarráðs, hreindýraráðs og villidýranefndar. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Davíð Egilsson. Stofnunin er til húsa að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.… Continue reading Umhverfisstofnun tekin til starfa
Landvarðaglögg 2002
Jæja, nú er komið að því, JÓLAGLÖGGINU góða sem alla þyrstir í. Boðið verður upp á ylvolgt glögg að hætti hússins og hafa landverðir safnað í skjólu sína náttúruafurðum ýmiss konar til að glæða glöggið lífi. Hrafnhildur Hannesdóttir byrjar á að svala fróðleiksfýsn landvarða og býður okkur upp á myndasýningu frá Svalbarða, þar sem hún… Continue reading Landvarðaglögg 2002