Nýr ÝLIR kominn út

Hausthefti fréttabréfsins ÝLIS er nú komið út, stútfullt af áhugaverðu efni. Þar má m.a. nefna grein um sjálfbæra ferðamennsku, frásagnir af landvarðaskiptum milli Íslands og Skotlands sl. sumar, nýjan pistlaflokk sem hlotið hefur nafnið „Reynsluheimur landvarða“ og ádrepuþáttinn „Mín skoðun“ sem nú hefur verið endurvakinn. Gluggaðu í ÝLI og fáðu innsýn í það sem landverðir eru að hugsa og hafa reynt síðustu mánuðina. Þú getur sótt blaðið hér.