Trúnaðarmenn landvarða 2003

Á framhaldsaðalfundinum 1. júní sl. var gengið frá vali í stöður trúnaðarmanna landvarða sem starfa hjá Umhverfisstofnun. Það eru þau Áki Jónsson og Hildur Þórsdóttir sem fá þann heiður að gegna þessum trúnaðarstörfum í sumar. Áki verður starfandi á Gullfoss- og Geysissvæðinu og hefur störf 12. júní. Hægt er að ná í hann þar í síma 851-1947. Persónulegur GSM-sími Áka er 862-8402 og netfangið aki@mmedia.is.

Hildur verður á tveimur svæðum í sumar. Hún er þegar komin til starfa í Mývatnssveit og verður þar til 25. júní. GSM-sími Hildar er 863-2271, en fram til 25. júní má einnig ná í hana í 853-3924, 854-1416 eða 464-4460. Frá 1. júlí til 11. ágúst verður Hildur hins vegar á Lónsöræfum. Þar er ekki GSM-samband en hægt að ná í Hildi í daglegum símatíma hennar kl. 9-10 f.h., í síma 854-9501 (NMT). Netfang Hildar er hildur0102@hotmail.com
Trúnaðarmenn eru fulltrúar landvarða gagnvart Umhverfisstofnun og Starfsgreinasambandinu. Landverðir eru hvattir til að leita óhikað til trúnaðarmanna sinna ef eitthvað bjátar á eða ef spurningar vakna um réttindi, skyldur eða kaup og kjör landvarða. Þess má geta að UST hefur óskað eftir tveimur fundum í sumar með trúnaðarmönnum, stjórn LÍ og fimm fulltrúum frá UST. Fyrri fundurinn verður haldinn 30. júní nk. og er tilgangurinn að fara yfir stöðu mála og leysa úr vandamálum ef einhver eru.

Stjórnin