Landvarðaglögg 2002

gloggolfur

gloggolfurJæja, nú er komið að því, JÓLAGLÖGGINU góða sem alla þyrstir í. Boðið verður upp á ylvolgt glögg að hætti hússins og hafa landverðir safnað í skjólu sína náttúruafurðum ýmiss konar til að glæða glöggið lífi.
Hrafnhildur Hannesdóttir byrjar á að svala fróðleiksfýsn landvarða og býður okkur upp á myndasýningu frá Svalbarða, þar sem hún dvaldist um tíma.
Eins og allir vita hafa landverðir skemmt landanum og öðrum farfuglum sumrin löng og þykja bæði skemmtilegir og miklir skemmtikraftar. Finnst Landvarðafélaginu kominn tími til að landverðir skemmti landvörðum og má því búast við óvæntum uppákomum.
Glöggið verður haldið föstudaginn 20. desember n.k. og byrjar gleðin klukkan 2000. Hinir gestrisnu landverðir Hanna Kata og Guðrún hýsa veisluna, sem verður haldin að Birkimel 10b, 3. h.t.v. Veigarnar kosta einungis kr. 700.  Við bjóðum starfsfólk á skrifstofu Náttúruverndar ríkisins sérstaklega velkomið.
Látum ekki góða stund og guðaveigar úr greipum renna. Sjáumst hress og kát að vanda.

Nefndin