Haustferð og grillveisla 25. október

Hin árlega haustferð Landvarðafélagsins verður farin laugardaginn 25. október, ef næg þáttaka fæst. Lagt verður af stað kl. 10 frá Select við Vesturlandsveg, sameinað verður í bíla. Farið verður í ca. 4 klst. göngu í nágrenni Reykjavíkur og síðan í sund. Hafið með ykkur nesti, sundföt og góða skapið. Um kvöldið verður grillað en staðurinn hefur ekki verið ákveðinn, verður auglýst síðar. 

Nánari upplýsingar veita Elísabet Kristjánsdóttir í síma 865-1188 og Karl Bridde í síma 821-4777. Þátttaka í haustferðinni tilkynnist sömuleiðis til þeirra, eða með tölvupósti á netfangið skemmtinefnd@landverdir.is.