Drög að náttúruverndaráætlun lögð fram

Félagsmenn Landvarðafélagsins eru hvattir til að kynna sér drög að náttúruverndaráætlun sem Umhverfisstofnun lagði fram á dögunum. Drögin er að finna á vefsíðu stofnunarinnar, www.ust.is. Undirbúningur náttúruverndaráætlunar hefur staðið síðan árið 2000, en samkvæmt lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd ber umhverfisráðherra að láta vinna náttúruverndaráætlun fyrir landið allt á fimm ára fresti og leggja hana fyrir Alþingi. Vinna við áætlunina hefur verið tímafrekari en áætlað var í fyrstu en nú er áfromað að leggja hana fyrir Alþingi á næsta hausti. Óskað er eftir skriflegum og rökstuddum athugasemdum og þurfa þær að berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 10. júní nk.