Baráttufundur í Borgarleikhúsi

Miðvikudaginn 15. janúar kl. 20:30 verður haldinn baráttufundur í Borgarleikhúsinu undir yfirskriftinni „Leggjum ekki landið undir – björgum þjóðarverðmætum“. Meðal dagrskráratriða:
Pétur Gunnarsson rithöfundur setur fundinn.
Diddú og Þjóðkórinn syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Guðmundur Páll Ólafsson flytur Óð til Kárahnjúka í máli og myndum.
Hilmar Örn Hilmarsson lætur steinana tala.
Sigurður Jóhannesson hagfræðingur flytur erindi.
Heimsfrumsýning á myndinni Fimmta árstíðin eftir Einar Magnús.
Hljómsveitin Sigurrós verður á sviðinu og flytur tónlist sina við kvikmyndina.  
Fundarstjórar: María Ellingsen og Benedikt Erlingsson.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.