Félagsstarf lifnar á ný að loknu ljúfu sumri

Stjórnarfundur var haldinn hjá LÍ þann 2. september, sá fyrsti eftir hlé yfir sumarmánuðina. Til umræðu voru m.a. ákveðin mál sem komu til kasta trúnaðarmanna félagsins í sumar. Meðal hagsmunamála sem huga þarf að á næstunni eru öryggismál landvarða. Nokkrum hugmyndum var velt upp í því sambandi. Fleiri brýn málefni bar á góma og bar þar hæst félagsstarfið í haust og vetur – samkomur, fundi og hugsanleg ferðalög. Það er orðið tímabært að landverðir hittist og geri sér glaðan dag. Tíðinda af atburðum er að vænta á næstunni – fylgist með hér á vefnum og líka með tölvupóstinum ykkar! 

Fundargerðir stjórnarfunda eru nú aðgengilegar á vefnum, undir Um félagið/fundargerðir. Stjórnin hefur ákveðið að funda framvegis fyrsta þriðjudag hvers mánaðar – næsti fundur verður 7. október. Láttu okkur vita á landverdir@landverdir.is ef þér liggur eitthvað á hjarta…