Tölvuleikur um umhverfismál á Netinu

Umhverfisstofnun Evrópu hefur opnað aðgang að tölvuleiknum „Honoloko“ sem er sérstaklega er ætlaður börnum. Þeim sem spila leikinn er um leið kennt hvernig þeir eigi að haga sér gagnvart umhverfinu. Leikurinn er á fjölmörgum tungumálum, þ.á.m. íslensku. Leikurinn er þróaður af Umhverfisstofnun Evrópu og Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Umhverfisstofnun Evrópu er með sniðuga vefsíðu (einnig á íslensku!), http://ecoagents.eea.eu.int/, þar… Continue reading Tölvuleikur um umhverfismál á Netinu

Bæklingur frá UST um akstur utan vega

Af hverju má ekki aka utan vega á Íslandi? Kominn er út á vegum Umhverfisstofnunar nýr bæklingur, Akstur utan vega, sem ætlaður er til kynningar fyrir alla ferðamenn, innlenda jafnt og erlenda. Í bæklingnum eru kynnt lög og reglugerðir sem snerta utanvegaakstur og fjallað um ástæður þess að akstur utan vega er bannaður á Íslandi… Continue reading Bæklingur frá UST um akstur utan vega

Nýtt vefsetur í fæðingu

Unnið er að því hörðum höndum að koma vefsetri félagsins í endurbætt og nútímalegra horf. Nýja vefnum verður viðhaldið í vefumsjónarkerfinu Mambo, en vefhýsing verður áfram í höndum Hringiðunnar. Mikil vinna felst í því að setja upp nýja vefinn og flytja efni af núverandi vef yfir í nýja umhverfið. Af þeim sökum m.a. hefur harla… Continue reading Nýtt vefsetur í fæðingu

Trúnaðarmenn 2005 tilnefndir

Stjórn Landvarðafélagsins hefur tilnefnt trúnaðarmenn félagsins sumarið 2005. Hrafnhildur Hannesdóttir og Karl Bridde, bæði þaulreyndir landverðir, munu gegna þessum stöðum í sumar. Nánari upplýsingar um hlutverk trúnaðarmannanna og hvernig hægt er að ná í þá í tilkynningu stjórnar. Trúnaðarmenn 2005 Landverðir eru nú í þann mund að hefja störf vítt og breitt í þjóðgörðum og… Continue reading Trúnaðarmenn 2005 tilnefndir

Leiðrétting frá ritnefnd v/ mistaka í fundargerð í Ýli

Landvarðafélagi Íslands hefur borist réttmæt ábending um að ekki sé farið rétt með staðreyndir í fundargerð síðasta aðalfundar félagsins, sem birt var í nýjasta tölublaði Ýlis. Á fundinum var rætt um aðkomu Landvarðafélagsins að námskeiðum UST fyrir verðandi landverði, og m.a. var það nefnt að félagið hefði ekki verið fengið að undirbúningi síðasta námskeiðs. Þau… Continue reading Leiðrétting frá ritnefnd v/ mistaka í fundargerð í Ýli

Nýr og efnismikill ÝLIR kominn út

Fréttabréfið ÝLIR heilsar enn á ný, stútfullt af áhugaverðu lesefni fyrir landverði. Meðal efnis: Landvarðaþing 2005 – ferð á Snæfellsnes 9. apríl, sjá dagskrá [og skráningarform]. Veturinn í þjóðgörðunum, greinar eftir tvo heilsársstarfsmenn. Ferð á landvarðaþing í Noregi, ítarleg ferðasaga Rebekku og Hönnu Kötu. Aðalfundur 2005, fundargerð með öllu því markverðasta sem gerðist á ánægjulega… Continue reading Nýr og efnismikill ÝLIR kominn út

Munið aðalfundinn fimmtudaginn 10. mars

Eins og áður hefur verið tilkynnt verður aðalfundur Landvarðafélags Íslands haldinn fimmtudaginn 10. mars 2005 kl. 20:00. Fundarstaður: Veislusalurinn Litlabrekka við Lækjarbrekku. Athugið að fulltrúi Umhverfisstofnunar, Árni Bragason, er væntanlegur á fundinn til að ræða stöðu og horfur í ráðningarmálum landvarða. Sjá nánar í fréttabréfi um dagskrá og lagabreytingatillögur.

Aðalfundur verður haldinn 10. mars

Stjórn Landvarðafélagsins hefur ákveðið að boða til aðalfundar 10. mars nk. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum Litlubrekku, Bankastræti 2, Reykjavík. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf, þ.á.m. kosning í stjórn og nefndir. Sjá nánar í formlegu fundarboði, sem sent var félögum með bréfapósti þann 14. febrúar, ásamt lögum félagsins. Aðalfundur hefur æðsta vald… Continue reading Aðalfundur verður haldinn 10. mars

Landverðir sækja þing í Noregi

Tveir fulltrúar Landvarðafélagsins héldu í dag til Noregs til að sækja ráðstefnu systursamtakanna þar í landi, Forum for norsk naturoppsyn, eða FNN.  Ráðstefnan er haldin dagana 16. – 18. febrúar í Værnes, skammt frá Þrándheimi, en FNN bauð fulltrúum landvarðafélaga á öllum Norðurlöndunum að sækja hana, í því skyni að styrkja tengsl félaganna. Fulltrúar L.Í.… Continue reading Landverðir sækja þing í Noregi

Jólaglögg, breyttur staður!

Minnt er á jólaglögg LÍ 4. desember kl. 19:00. Því miður kom óvænt babb í bátinn með veislusalinn á 9. hæð sem búið var að bóka. Samkoman verður þess í stað á veitingastaðnum Gullöldinni, Hverafold 5 í Grafarvoginum (örskammt frá hinum staðnum). Þar fá landverðir til umráða hliðarsal þar sem þeir geta skemmt sér út… Continue reading Jólaglögg, breyttur staður!

Jólaglögg 4. des. á 9. hæð!

fimmtudagur, 25. nóvember 2004 Já, blessuð jólin nálgast óðfluga og allir fara að hlakka til. Og landverðir hlakka ekki bara til jólanna, því á aðventunni halda þeir sína árvissu og ómissandi stórskemmtun, jólaglöggið. Að þessu sinni blæs skemmtinefnd til gleðinnar laugardaginn 4. desember kl. 19:00, að Frostafold 18-20 í Grafarvoginum. Veislusalurinn er á 9. hæð,… Continue reading Jólaglögg 4. des. á 9. hæð!

Hausti fagnað á Tómasarhaga

Skemmtinefnd boðar til haustfagnaðar félagsins föstudaginn 15. október, að afloknum töðugjöldum UST. Gleðin hefst kl 21:30, heima hjá Hönnu Kötu á Tómasarhaga 40. Nasl og ölföng á boðstólum, hljóðfæraleikarar fjölmenni! Nánar í auglýsingu.

Gönguhópur landvarða tekur til starfa

Eru gönguskórnir að rykfalla? Hreyfingarleysið að drepa þig? Nú gefst frábært tækifæri til að komast út í náttúruna, kynnast fleiri landvörðum, hreyfa sig, njóta góðs félagsskapar og síðast en ekki síst: að búa til pláss fyrir jólasteikina. Því „stofnferð“ gönguhóps landvarða verður farin sunnudaginn 14. nóvember kl. 11:00. Gengið verður á Esjuna, leiðin Blikdalur –… Continue reading Gönguhópur landvarða tekur til starfa

Samráðsfundur hjá UST vegna utanvegaaksturs

Þriðjudaginn 7. september var haldinn á vegum Umhverfisráðuneytisins opinn samráðsfundur vegna utanvegaaksturs – í tilefni af því að ráðuneytið skipaði nýlega, í samráði við samgönguráðuneytið, starfshóp sem setja á fram tillögur (fyrir 1. desember 2004) um það hvernig hægt sé að bregðast við þessu sívaxandi vandamáli. Starfshópinn skipa þau Árni Bragason UST, Eydís Líndal Finnbogadóttir… Continue reading Samráðsfundur hjá UST vegna utanvegaaksturs

Stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli

Fráfarandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur kynnt áætlun um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli, þannig að hann taki til syðri hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðisins í Lakagígum. Litið er á stækkunina sem fyrsta skrefið í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Fulltrúar Skaftár-hrepps og sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa skrifað undir yfirlýsingu um að þau séu samþykk stækkuninni fyrir sitt leiti. Samkvæmt fréttatilkynningu… Continue reading Stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli