Gönguhópur landvarða tekur til starfa

Eru gönguskórnir að rykfalla? Hreyfingarleysið að drepa þig? Nú gefst frábært tækifæri til að komast út í náttúruna, kynnast fleiri landvörðum, hreyfa sig, njóta góðs félagsskapar og síðast en ekki síst: að búa til pláss fyrir jólasteikina. Því „stofnferð“ gönguhóps landvarða verður farin sunnudaginn 14. nóvember kl. 11:00. Gengið verður á Esjuna, leiðin Blikdalur – Kerhólakambur, og reiknað með 4 tíma göngu. Þetta er ein auðveldasta leiðin á Esju. Safnast saman á Select við Vesturlandsveg kl. 11:00, sameinast þar um bíla. Nánar í auglýsingu undirbúningsnefndar.