Landverðir sækja þing í Noregi

Tveir fulltrúar Landvarðafélagsins héldu í dag til Noregs til að sækja ráðstefnu systursamtakanna þar í landi, Forum for norsk naturoppsyn, eða FNN.  Ráðstefnan er haldin dagana 16. – 18. febrúar í Værnes, skammt frá Þrándheimi, en FNN bauð fulltrúum landvarðafélaga á öllum Norðurlöndunum að sækja hana, í því skyni að styrkja tengsl félaganna. Fulltrúar L.Í. eru þær Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, sem situr í alþjóðanefnd og Rebekka Þráinsdóttir, ritnefndarkona og varamaður í stjórn. Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytið og Starfsgreinasambandið veita styrki til ferðarinnar.