Jólaglögg, breyttur staður!

Minnt er á jólaglögg LÍ 4. desember kl. 19:00. Því miður kom óvænt babb í bátinn með veislusalinn á 9. hæð sem búið var að bóka. Samkoman verður þess í stað á veitingastaðnum Gullöldinni, Hverafold 5 í Grafarvoginum (örskammt frá hinum staðnum). Þar fá landverðir til umráða hliðarsal þar sem þeir geta skemmt sér út af fyrir sig fram eftir kvöldi. 
Sem sagt, fjörið verður í Gullöldinni í Grafarvoginum laugardagskvöldið 4. des. Mætum öll!