Aðalfundur verður haldinn 10. mars

Stjórn Landvarðafélagsins hefur ákveðið að boða til aðalfundar 10. mars nk. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum Litlubrekku, Bankastræti 2, Reykjavík. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf, þ.á.m. kosning í stjórn og nefndir. Sjá nánar í formlegu fundarboði, sem sent var félögum með bréfapósti þann 14. febrúar, ásamt lögum félagsins. Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins og því áríðandi að félagar fjölmenni.