Dagur hinna villtu blóma hefur verið haldinn nokkur undanfarin ár á öllum Norðurlöndunum. Í ár ber hann upp á sunnudaginn 18. júní. Þann dag er leitast við að standa fyrir tveggja stunda plöntuskoðunarferðum fyrir almenning sem víðast um landið. Landverðir sem kynnu að vilja taka þátt í þessum degi og bjóða upp á plöntuskoðun á… Continue reading Dagur hinna villtu blóma
Author: admP2vG5v
Íslandsvinagangan 27. maí
Vakin er athygli á Íslandsvinagöngunni sem verður laugardaginn 27. maí í miðbæ Reykjavíkur. Gengið verður af stað kl. 13 frá Hlemmi og endað á Austurvelli þar sem fjölbreytt dagskrá tekur við. Íslandsvinagangan er fyrir alla þá sem vilja standa fyrir rétti sínum og mótmæla stóriðju- og virkjanastefnu stjórnvalda. Takmarkið er að fylla miðbæinn af fólki. Samstaða í verki… Continue reading Íslandsvinagangan 27. maí
Menntamál landvarða, umræðufundur
Landvarðafélagið boðar til fundar um menntamál landvarða fimmtudaginn 30. mars í st. 202 í Odda, Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 20:00. Umræðufundur um menntamál landvarða Nú í vetur hefur staðið yfir vinna við endurbætur og breytt fyrirkomulag á landvarðanámskeiðinu sem Umhverfisstofnun (UST) hefur haldið reglulega fyrir verðandi landverði. Skipuð var þriggja manna nefnd til að… Continue reading Menntamál landvarða, umræðufundur
Aðalfundur L.Í. verður 10. apríl
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 10. apríl 2006 kl. 18:00 í Litlu Brekku (veislusalur Lækjabrekku), Bankastræti 2, Reykjavík. Skráðum félögum var sent bréflegt fundarboð með löglegum fyrirvara. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður skýrt frá ferð tveggja félaga á Norrænt landvarðaþing á síðasta ári. Léttar veitingar í fundarhléi. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf (þ.m.t. lagabreytingar) og önnur mál.… Continue reading Aðalfundur L.Í. verður 10. apríl
Landvarðanámskeiði senn að ljúka
Nú stendur yfir landvarðanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar. Er það mál manna að nemendahópurinn sé að þessu sinni einkar frambærilegur og því senn von á prýðilegri viðbót í landvarðahópinn. Í byrjun mánaðarins var haldið í Skaftafell þar sem náttúran var túlkuð af miklum móði. Siggi bóndi á Hnappavöllum í Öræfum kíkti í heimsókn og tók meðfylgjandi… Continue reading Landvarðanámskeiði senn að ljúka
Fjölmenn sendinefnd sækir 5. heimsþing landvarða
Íslenskir landverðir ætla heldur betur að hressa upp á alþjóðatengslin í ár. Hvorki meira né minna en þrettán manna hópur hyggst sækja alþjóðaráðstefnu landvarða í Stirling í Skotlandi 14. – 21. júní nk. Mun þetta verða ein fjölmennasta sendinefndin á þinginu. Yfirskrift ráðstefnunnar er People and Place – The Natural Connection og verður m.a. fjallað um hlutverk og… Continue reading Fjölmenn sendinefnd sækir 5. heimsþing landvarða
Landvarðanámskeið auglýst
Umhverfisstofnun hefur nú auglýst að landvarðanámskeið verði haldið í febrúar og mars á þessu ári. Nánar tiltekið hefst námskeiðið 9. febrúar og lýkur 26. mars. Kennt verður í fjarkennslu að hluta. Námskeiðsgjald er kr. 75.000. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi og forgang um landvörslustörf á vegum UST. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2006. Nánari upplýsingar og… Continue reading Landvarðanámskeið auglýst
Bráðum koma blessuð jólin…
Þann 16. desember kl. 20:00 ætla landverðir að hittast og koma sér og öðrum í jólaskap eins og þeim einum er lagið. Til stóð að hittast í heimkynnum Grýlu og dreypa á heimalöguðu jólaglöggi að hennar hætti. En hún var ekki tilbúin með glöggið og svo er allt í drasli hjá henni, og reyndar hjá öllum… Continue reading Bráðum koma blessuð jólin…
Lokaútkall í Skotlandsferð
Kæru landverðir!Nú er lokaútkall til þeirra sem ætla með í landvarðaferð aldarinnar. Eins og áður hefur verið auglýst er förinni heitið á alheimsráðstefnu landvarða, sem haldin verður í Skotlandi 14. til 21. júní 2006. Nú þegar hafa nokkrir sprækir landverðir staðfest þátttöku en spurningin er: vilt þú bætast í hópinn? Nánari upplýsingar hjá fröken formanni,… Continue reading Lokaútkall í Skotlandsferð
Haustferð fellur niður vegna vetrarríkis!
Fyrirhuguð haustferð í Laka 8. október fellur niður vegna snjóa og slæmrar færðar. Veturinn er óvenju snemma á ferðinni á hálendinu og ekki vogandi að leggja í ferðalög um fáfarnar slóðir við svo búið. Því miður tókst ekki að skipuleggja ferð á annan áfangastað þessa helgina, svo ekki er um annað að ræða en að fella ferðina… Continue reading Haustferð fellur niður vegna vetrarríkis!
Munið haustlitaferðina í Laka 8. október
Landvarðafélagið minnir á haustferðina um næstu helgi. Kári Kristjánsson, landvörður og sérfræðingur hjá UST, tekur á móti hópnum í Lakagígum. Athugið að þetta er tveggja daga ferð. Lagt verður af stað laugardaginn 8. okt. kl. 8:00 frá Select á Vesturlandsvegi og stefnt að því að koma aftur í borgina um kvöldmatarleytið á sunnudag. Útbúnaður: Góður… Continue reading Munið haustlitaferðina í Laka 8. október
Eiga skólabörn að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun?
Hvað finnst ykkur um nýjustu áform Landsvirkjunar í fræðslumálum? Kynnið ykkur upplýsingar um „Samkeppni í grunnskólum um orkumál“ á vef Landsvirkjunar, www.lv.is. Lesið líka grein Ólafs Páls Jónssonar, lektors í heimspeki við KHÍ, Skólinn, börnin og blýhólkurinn. Greinin birtist 27. sept. í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, netla.khi.is.
HaustÝlir kominn út og haustlitaferð í vændum
Nú er skammt stórra högga á milli, gott fólk, og hér með tilkynnist að hausthefti fréttabréfsins ÝLIS er komið út. Meðal efnis: Goðsögur á stjarnhimni, grein eftir Björk Bjarnadóttur Mín skoðun, eftir Dagnýju Indriðadóttur Viðtal við Elísabetu Kristjánsdóttur, formann L.Í. Tilkynningar frá Labbakútadeild og um heimsþing Alþjóðlegu landvarðasamtakanna í Skotlandi í júní 2006 Og síðast… Continue reading HaustÝlir kominn út og haustlitaferð í vændum
Málþing um Reykjanesfólkvang
Stjórn Reykjanesfólkvangs býður til opins málþings um stöðu fólkvangsins þann 20. september kl. 13:00-16:30 í Norræna húsinu. Reykjanesfólkvangur á 30 ára afmæli um þessar mundir. Hugmyndir eru uppi um að fólkvangurinn verði gerður að þjóðgarði. Á síðasta ári lét stjórnin vinna skýrslu um fólkvanginn með áherslu á sögu hans, ástand og framtíðarsýn og var það Sigrún… Continue reading Málþing um Reykjanesfólkvang
Nýtt vefsetur fætt
Nú er nýja vefsetrið okkar loks aðgengilegt hér. Eins og sést er útlitið gjörbreytt og ýmsir nýir möguleikar í boði. Mikilvægasta nýjungin sem snýr að félagsmönnum L.Í. er án efa sú að nú geta þeir skráð sig inn á landvarðavefinn með notandanafni og aðgangsorði. Með því fá félagsmenn aðgang að upplýsingum og aðgerðum sem ekki… Continue reading Nýtt vefsetur fætt