Landvarðanámskeiði senn að ljúka

landvardanamskeid_ust_vor06

Nú stendur yfir landvarðanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar. Er það mál manna að nemendahópurinn sé að þessu sinni einkar frambærilegur og því senn von á prýðilegri viðbót í landvarðahópinn. Í byrjun mánaðarins var haldið í Skaftafell þar sem náttúran var túlkuð af miklum móði.

Siggi bóndi á Hnappavöllum í Öræfum kíkti í heimsókn og tók meðfylgjandi mynd af nemendahópnum og leiðbeinendum ásamt þjóðgarðsverði. Námskeiðinu fer nú senn að ljúka og eru verðandi landverðir boðnir velkomnir í hópinn og hvattir til að ganga í Landvarðafélagið.landvardanamskeid_ust_vor06
Landvarðanemar 2006 ásamt leiðbeinendum í Skaftafelli