Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma hefur verið haldinn nokkur undanfarin ár á öllum Norðurlöndunum. Í ár ber hann upp á sunnudaginn 18. júní. Þann dag er leitast við að standa fyrir tveggja stunda plöntuskoðunarferðum fyrir almenning sem víðast um landið.

Landverðir sem kynnu að vilja taka þátt í þessum degi og bjóða upp á plöntuskoðun á sínu svæði eru beðnir um að hafa samband við hkris@ni.is eða gogo@ni.is.

Árið 2005 var boðið upp á slíka plöntuskoðun á 18 stöðum á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna á www.floraislands.is/blomadagur.htm.