Landvarðanámskeið auglýst

Umhverfisstofnun hefur nú auglýst að landvarðanámskeið verði haldið í febrúar og mars á þessu ári. Nánar tiltekið hefst námskeiðið 9. febrúar og lýkur 26. mars. Kennt verður í fjarkennslu að hluta. Námskeiðsgjald er kr. 75.000. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi og forgang um landvörslustörf á vegum UST. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2006. Nánari upplýsingar og stundatöflu er að finna á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is.