Gyllta Stikan 2024

Gyllta Stikan er viðurkenning sem Landvarðafélag Íslands veitir einstaklingum fyrir einstakt framlag á sviði náttúruverndar, landvörslu eða óeigingjarnt starf í þágu Landvarðafélags Íslands. Það er okkur mikill heiður og ánægja að veita frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrst allra þessa viðurkenningu. Vigdís hefur veitt landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd ómetanlegan stuðning í gegnum í tíðina. Hún hefur talað… Continue reading Gyllta Stikan 2024

Málþing um náttúruvá og landvörslu

Landvarðafélag Íslands stendur fyrir opnu málþingi um náttúruvá og landvörslu. Málþingið mun byggjast á erindum og umræðuhópum en markmið málþingsins er að fá þverfaglegar umræður um landvörslu og náttúruvá frá ólíkum sjónarhornum. Hvar: Veröld – AuðarsalHvenær: 16. mars, 13-16Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir Dagskrá:– Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra– Kristín Jónsdóttir, Veðurstofu Íslands– Björn Ingi… Continue reading Málþing um náttúruvá og landvörslu

Árshátíð 2024!

Landsins elskendur og hjartans bestu verðir! Nú er kominn tími til að pússa gönguskóna og stíma lopapeysuna, það er árshátíð í vændum, þann 16. mars!  Í ár siglum við á ný mið og könnum áður óþekktar dýptir í Vivaldisalnum hjá knattspyrnudeild Gróttu, Suðurströnd 2-8 Seltjarnarnesi. Fordrykkur hefst kl. 19 og reiknað er með að borðhald… Continue reading Árshátíð 2024!

Könnun um náttúruvá og landvörslu

Nú ættu allir félagar í Landvarðafélaginu að hafa fengið senda könnun sem er hugsuð til þess að kortleggja betur stöðu landvarða í tengslum við náttúruvá og nýja náttúruverndar- og minjastofnun. Vinsamlegast svarið könnuninni í síðasta lagi 27. nóvember. Stefnt er á að niðurstöður hennar verði kynntar forsvarsmönnum stofnananna í desember. Bestu kveðjur,Stjórn Landvarðafélagsins

Vel heppnað afmælisbíó

Í tilefni af 47 ára afmæli Landvarðafélagsins bauð félagið í bíó á myndina Princess Mononoke. Myndin fjallar um átök skógarguða og mannsins sem gengur á auðlindir skógarins og heimili guðanna. Þrátt fyrir fantasíuelement myndarinnar eru skilaboðin skýr um mikilvægi nátttúruverndar. Yfir 30 sóttu viðburðinn og þökkum við þeim kærlega fyrir sem komu og fögnuðu með okkur… Continue reading Vel heppnað afmælisbíó

Umsögn um framtíð Vatnsfjarðar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskaði eftir umsögn Landvarðafélags Íslands um mögulega affriðlýsingu Vatnsfjarðar til þess að þar mætti virkja. Í umsögn félagsins eru áformin harðlega gagnrýnd. Félagið telur málið illa undirbúið og geta skapað hættulegt fordæmi. Affriðlýsing Vatnsfjarðar myndi ekki aðeins grafa undan trausti alls almennings á friðlýsingum heldur vinna gegn markmiðum Íslands um verndun… Continue reading Umsögn um framtíð Vatnsfjarðar

Haustbjór og kynning á Force for Nature

Kæru landverðir! Næstkomandi föstudag, 13. október, ætlar Jamie McCallum að bjóða upp á kynningu á landvarðaappinu Force For Nature á Viðarstofu á KexHostel milli klukkan 20-21. Jamie er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins Force For Nature, sem stuðlar að verndun náttúrunnar með því að styðja við landverði víðs vegar um heiminn. Að kynningunni lokinni er velkomið… Continue reading Haustbjór og kynning á Force for Nature

Frumvarp um náttúruverndar- og minjastofnun

Nú er umsagnarfresti um drög að frumvarpi um náttúruverndar- og minjastofnun lokið. Landvarðafélagið sendi inn umsögn við drögin sem félagar geta kynnt sér hér. Félagið mun áfram miðla upplýsingum um framvindu mála. Félagar geta kynnt sér drögin á samráðsgátt stjórnvalda.

Haustferð 2023

Kæru félagar! Haustferð Landvarðafélagsins þetta árið er í Mývatnsveit 29. september-1. október þar sem við munum gista í gestastofunni Gíg tvær nætur. Til að halda kostnaði í lágmarki munum við sameinast í bíla til að komast norður. Stefnt er á að komið verði í Mývatnssveit á föstudagskvöldinu og gert er ráð fyrir brottför úr Reykjavík… Continue reading Haustferð 2023

Skýrsla um framtíðarsýn landvörslu

Í mars hélt Landvarðafélagið málþing um framtíðarsýn landvörslu. Málþingið skiptist í erindi frá ólíkum fyrirlesurum, umræðuborð þar sem ákveðin málefni voru krufin og loks samantekt þar sem niðurstöður af borðunum voru kynntar. Niðurstöður málþingsins hafa nú verið teknar saman í skýrslu sem mun nýtast stjórn félagsins við að berjast fyrir hagsmunum landvarða. Skýrslunni er skipt… Continue reading Skýrsla um framtíðarsýn landvörslu

Fræðsluganga og vorbjór

Kæru landverðir Nú er komið að fyrstu fræðslugöngu ársins sem haldin verður laugardaginn næsta 27. maí. Gengið verður um Gálgahraun á Álftanesi og mun Kári Kristjánsson leiða gönguna. Gangan hefst klukkan 13:30 á bílastæðinu við Gálgahraun. Þar sem nú er varptími biðjum við gesti um að skilja hunda eftir heima. Endilega meldið ykkur á viðburðinum sem er í landvarðahópnum.… Continue reading Fræðsluganga og vorbjór

Ný stjórn 2023-24

Þann 28. mars fór aðalfundur félagsins fram á Kex hostel og í streymi. Þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var þar kosin ný stjórn. Hana skipa: Einnig var kosið í nefndir og skoðunarmenn reikninga Við þökkum þeim sem láta af störfum kærlega fyrir vel unnin störf og hlökkum til að vinna áfram að hagsmunum landvarða… Continue reading Ný stjórn 2023-24

Undirritaður stofnanasamningur

Kæru félagar, Þann 3. nóvember var stofnanasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum loks undirritaður. Eins og þið vitið hafa samningaviðræður tekið rúmt eitt og hálft ár og það eru því gleðitíðindi að hafa klárað þennan samning.  Stofnanasamninginn er hægt að finna undir kjaramál hér á heimasíðunni eða með að smella… Continue reading Undirritaður stofnanasamningur

Landverðir og náttúruvernd – Viðburður

Félagar í Landvarðafélagi Íslands veita innsýn í heim landvarða í erindi á Ljósmyndasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 8. september kl. 16:00-17:00. Þær Nína Aradóttir, formaður Landvarðafélags Íslands og doktorsnemi í jöklajarðfræði, og Júlía Björnsdóttir, landvörður í Öskju og framhaldskólakennari, munu fjalla um mikilvægi náttúrutúlkunar þegar kemur að náttúruvernd og segja skemmtilegar sögur frá landvarðasumrinu í einstakri náttúru… Continue reading Landverðir og náttúruvernd – Viðburður