Haustferð 2023

Kæru félagar!

Haustferð Landvarðafélagsins þetta árið er í Mývatnsveit 29. september-1. október þar sem við munum gista í gestastofunni Gíg tvær nætur. Til að halda kostnaði í lágmarki munum við sameinast í bíla til að komast norður.

Stefnt er á að komið verði í Mývatnssveit á föstudagskvöldinu og gert er ráð fyrir brottför úr Reykjavík upp úr kl. 13:00. Á Skútustöðum fáum við kvöldmat, kíkjum í kvöldgöngu með landverði og fræðumst um Skútustaðagíga.

Á laugardeginum könnum við friðlýst svæði í Mývatnssveit. Um kvöldið verður farið sameiginlega út að borða, gleði og gaman. Ef til vill kíkja þeir sem vilja í jarðböðin til að hlýja sér.

Á sunnudaginn stoppum við hjá Goðafossi og almenn gleði. Áætluð heimkoma er fyrir kvöldmat.

Skráningargjald er 6.000 kr fyrir félaga og 8.500 kr fyrir þau sem eru ekki í félaginu.

Skráning fer fram í gegnum formið:
https://forms.gle/JfAzcnFEKFZBLCvEA

Skráningarfrestur er til 15. september.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Skemmti- og fræðslunefnd Landvarðafélagsins