Skýrsla um framtíðarsýn landvörslu

Í mars hélt Landvarðafélagið málþing um framtíðarsýn landvörslu. Málþingið skiptist í erindi frá ólíkum fyrirlesurum, umræðuborð þar sem ákveðin málefni voru krufin og loks samantekt þar sem niðurstöður af borðunum voru kynntar. Niðurstöður málþingsins hafa nú verið teknar saman í skýrslu sem mun nýtast stjórn félagsins við að berjast fyrir hagsmunum landvarða. Skýrslunni er skipt upp í fimm kafla:

  • Hvert á hlutverk landvarða að vera?
  • Hvernig menntum við góða landverði?
  • Orðspor og ímynd landvarða: Hvernig viljum við hafa það?
  • Hvað gerir vinnustað góðan fyrir landverði?
  • Áskoranir og tækifæri innan landvörslu

Skýrslan er aðgengileg hér og hvetjum við félaga til þess að kynna sér efni hennar. Hún verður á næstu vikum kynnt fyrir Vatnajökulsþjóðgarði, Umhverfisstofnun, Þjóðgarðinum á Þingvöllum og loks Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.