Fræðsluganga og vorbjór

Kæru landverðir

Nú er komið að fyrstu fræðslugöngu ársins sem haldin verður laugardaginn næsta 27. maí. Gengið verður um Gálgahraun á Álftanesi og mun Kári Kristjánsson leiða gönguna. Gangan hefst klukkan 13:30 á bílastæðinu við Gálgahraun. Þar sem nú er varptími biðjum við gesti um að skilja hunda eftir heima. Endilega meldið ykkur á viðburðinum sem er í landvarðahópnum.

Um kvöldið kl. 19:30 ætlum við síðan að hittast í vorbjór á Loft Hostel áður en við höldum öll hvert í sína áttina fyrir sumarið.