Vel heppnað afmælisbíó

Í tilefni af 47 ára afmæli Landvarðafélagsins bauð félagið í bíó á myndina Princess Mononoke.

Myndin fjallar um átök skógarguða og mannsins sem gengur á auðlindir skógarins og heimili guðanna. Þrátt fyrir fantasíuelement myndarinnar eru skilaboðin skýr um mikilvægi nátttúruverndar.

Yfir 30 sóttu viðburðinn og þökkum við þeim kærlega fyrir sem komu og fögnuðu með okkur á þessum tímamótum.