Málþing um náttúruvá og landvörslu

Landvarðafélag Íslands stendur fyrir opnu málþingi um náttúruvá og landvörslu. Málþingið mun byggjast á erindum og umræðuhópum en markmið málþingsins er að fá þverfaglegar umræður um landvörslu og náttúruvá frá ólíkum sjónarhornum.

Hvar: Veröld – Auðarsal
Hvenær: 16. mars, 13-16
Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir

Dagskrá:
– Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
– Kristín Jónsdóttir, Veðurstofu Íslands
– Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi
– Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarði
– Timothy Townsend, Yellowstone National Park

Boðið verður upp á kaffi í hléi og streymi frá erindunum fyrir þau sem eiga ekki heimangengt.

Til að áætla fjölda í umræðuhópa og magn veitinga, óskum við eftir að þið skráið ykkur hér.
https://forms.gle/4KTcbjiE37DjrZSDA

Málþingið er öllum opið og þátttaka er ókeypis.