Nú ættu allir félagar í Landvarðafélaginu að hafa fengið senda könnun sem er hugsuð til þess að kortleggja betur stöðu landvarða í tengslum við náttúruvá og nýja náttúruverndar- og minjastofnun.
- Við hvetjum ykkur öll til að svara könnuninni, hvort sem þið hafið nýlega unnið sem landverðir eða ekki.
- Það tekur enga stund að svara könnuninni og hún er mikilvægur liður í hagsmunabaráttu félagsfólks.
- Ekki er hægt að rekja svör þátttakenda á neinn hátt.
- Ef þið hafið ábendingar um könnunina endilega sendið okkur póst á landverdir@landverdir.is.
Vinsamlegast svarið könnuninni í síðasta lagi 27. nóvember. Stefnt er á að niðurstöður hennar verði kynntar forsvarsmönnum stofnananna í desember.
Bestu kveðjur,
Stjórn Landvarðafélagsins